Umfangsmikil tölvuárás var gerð á vef Fréttarinnar í dag af óprúttnum aðilum, sem olli því að vefurinn lá niðri frá kl. 14 til rúmlega 21 í kvöld.
Árásin er svokölluð DDOS árás, en slíkar árásir snúast að þjóninum sem hýsir vefinn.
Eftir tveggja tíma viðgerð náðist að koma vefnum aftur í gang, en stuttu síðar var gerð önnur árás og lá vefurinn niðri frá þeim tíma til að ganga tíu í kvöld.
Samkvæmt hýsingaraðilum þá er árásin nokkuð umfangsmikil, en hún er þess eðlis að þúsundir ip talna ráðast á þjóninn á sama tíma sem veldur því að síður „krassa" og ekki hægt að komast inn á þær.
Samkvæmt því sem Fréttin kemst næst þá eru svona aðgerðir verulega dýrar og því ljóst að einhverjir hafa lagt töluvert á sig til að reyna þagga niður í fréttamiðlinum.
Nú er öll vinna lögð í að finna hver stendur að baki árásinni og mun sú vinna standa yfir um helgina, en fleiri frétta um málið er að vænta strax eftir helgi sem skýrir betur hvað átti sér stað.
Fréttin hefur nú sett í gang varaöryggiskerfi til að tryggja það að svona geti ekki átt sér stað aftur.
Vefurinn er hýstur í Bandaríkjunum, en þess má geta að svona brot eru litin alvarlegum augum þar í landi og eru viðurlög nokkurra ára fangelsisdómur, er því ljóst að brotið er alvarlegt og verður krufið til mergjar.
Fréttin vill svo hvetja alla dygga lesendur til að styrkja miðilinn, því við lítum svo á að árásin sé aðför að tjáningarfrelsinu sem er aðför að lýðræðinu. Aldrei hefur verið meiri þörf en nú fyrir opinni umræðu sem Fréttin mun halda áfram að standa vörð um.
Við þökkum innilega alla þá hvatningu og stuðning sem við höfum fengið og við viljum styrkja miðilinn með aðstoð almennings, og stefnum á að stofna vefsjónvarp innan skamms með ykkar stuðningi.
Hér að neðan er að sjá meldingu frá viðgerðaraðilum, sem eiga sérstakt hrós skilið fyrir hröð og fagleg vinnubrögð.
One Comment on “Frettin.is varð fyrir umfangsmikilli tölvuárás – vefurinn lá niðri megnið af deginum”
Sannleikirinn er óþægilegur, nú þegar blaðran er sprungin og örvæntingin tekur við þá er gefið að gripið sé til örþrifaráða. Saga og Fréttin eru orðnir einu miðlarnir sem maður tekur mark á og eru að sýna hvað hinir miðlar landsins eru óheiðarlegir og nánast að öllu leiti ómarktækir þegar kemur að “umdeildum” málefnum.