Eldingar sáust vel á höfuðborgarsvæðinu klukkan rúmlega eitt í nótt. Að sögn veðurfræðings er þetta þó ekki óvanalegt í kuldaskilum og stafi eldingarnar af lægð sem gengur nú yfir landið og henni fylgi óstöðugt loft og háloftakuldi.
Á Veðurstofu Íslands segir að Ísland er jafnan í lægðabraut hluta úr hverjum vetri, en á nokkurra ára fresti skapast aðstæður í veðrakerfinu sem gera það að verkum að mjög djúpar lægðir myndast hver á eftir annari.
Veltimætti (CAPE), er mælikvarði á lóðréttan óstöðugleika lofts. Eftir því sem loftið er óstöðugra eykst hætta á myndun skúraflóka og við mikinn óstöðugleika er hætta á þrumuveðrum.