Kröfu Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns vísað frá Landsrétti – rannsóknin heldur áfram

frettinInnlendarLeave a Comment

Lögregla á Norðurlandi eystra segir í tilkynningu að Landsréttur hafi með úrskurði sínum uppkveðnum í dag vísað frá héraðsdómi máli blaðamanns gegn embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Blaðamaðurinn sem er Aðalsteinn Kjartansson hjá Stundinni, krafðist þess að skýrslutaka af honum sem sakborningi væri ólögmæt. Á það féllst dómurinn ekki.

Lögreglan mun nú halda áfram með rannsókn málsins eins og henni ber, segir í fréttatilkynningu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Meðfylgjandi er úrskurður Landsréttar.


Skildu eftir skilaboð