Reykjanesbraut lokað vegna veðurs

frettinInnlendarLeave a Comment

Ökumenn hafa lent í vandræðum á Reykjanesbrautinni í morgun vegna slæmrar færðar og hafa a.m.k. sjö bílar farið út af veginum, þar á meðal rúta.

Vegagerðin segir að lítið sem ekkert skyggni sé á veginum sem hefur nú verið lokað tímabundið. Vonast er til að lokunin standi í stuttan tíma. Reykjanesbrautinni var lokað í morgunsárið og opnaði aftur klukkan 8 í morgun en var svo lokað aftur klukkan 9:21.

Lögreglan á Suðurnesjum segir að tjón hafi orðið á bílum en enginn hafi slasast. „Þetta er smávægilegt tjón á bílum en engin slys á fólki,“ sagði varðstjóri í samtali við Fréttablaðið.

Vegfarandi á leið til Keflavíkur segir að rúta hafi farið út af veginum

„Það voru nokkrir sem voru út í vegriðinu sem höfðu bara runnið út af. Svo var rúta út af veginum og kannski sex eða sjö bílar á vegarkantinum. Þó brautin var opin þá var hún eiginlega ekki fær. Ég myndi ekki hvetja fólk að fara út á brautina,“ sagði sjónavottur sem ók á 45 kílómetra hraða, svo lélegt var skyggnið.

Uppfært:

Opnað hef­ur verið fyr­ir um­ferð um Reykja­nes­braut, enn er þó krapi og snjóþekja á veg­in­um sam­kvæmt upp­lýs­ing­um á vef Vega­gerðar­inn­ar.

Sam­kvæmt viðvör­un­um Vega­gerðar­inn­ar er snjóþekja og hálka á öll­um leiðum á Suðvest­ur­landi, en marg­ir veg­ir í ná­grenni höfuðborg­ar­svæðis­ins eru enn lokaðir. Það á við um Kjal­ar­nes, Mos­fells­heiði, Þrengsli og Hell­is­heiði.

Einnig er lokað fyr­ir um­ferð yfir Holta­vörðuheiði, en Vega­gerðin seg­ir erfitt ferðaveður vera á vest­an­verðu land­inu og hvet­ur veg­far­end­ur að fylgj­ast með færðakorti áður en lagt er af stað.

Á Vest­fjörðum er lokað yfir Kletts­háls, Kleif­ar­heiði, Mikla­dal, Hálf­dán, Dynj­and­is­heiði og Gem­lu­falls­heiði.

Hálka eða hálku­blett­ir eru á veg­um á Norður- og Aust­ur­landi, en víðast greiðfært. Þó er tekið fram að stór­hríð sé á Fjarðar­heiði.


Skildu eftir skilaboð