Hunang betra en Parkódín við hósta segir bráðalæknir – ávanabindandi ópíóíði og hættulegt börnum

frettinInnlendar4 Comments

Tíma­bundin heimild til að selja Parkódín án lyf­seðils var sett á sam­kvæmt til­kynningu Lyfja­stofnunar sökum mikils á­lags á Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins en sam­kvæmt heilsu­gæslunni hafa læknar heilsu­gæslunnar á­vísað lyfinu til að slá á hósta, sem er eitt af einkennum Co­vid-19.

Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir þetta vera „með verri þvælu sem hann hefur heyrt.“

Parkódín slær EKKI vel á hósta samkvæmt rannsóknum. Það er ávanabindandi ópíóíði og hættulegt börnum. Því mæli ég EKKI með því að taka Parkódín við hósta. Ég er meira að segja farinn að skrifa í HÁSTÖFUM,“ skrifar læknirinn á Twitter.

Hann bætti því við að ef einhverjir vilja ráð við hósta er best, eins og alltaf, að hlusta á vísindin. Rannsóknir hafa sýnt að eitt besta ráðið er einfaldlega hunang. Hjalti Már vísaði síðan í þessa rannsókn, máli sínu til stuðnings. um notkun hunangs fyrir börn. Fréttablaðið fjallaði nánar um málið.

Við þetta má bæta, að ef einhverjir vilja hlusta á frekari vísindi, (og nýrri af nálinni en Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins styðst við), þá má geta þess að í síðustu viku heimilaði New Hampshire í Bandaríkjunum að selja mætti nóbelsverðlaunalyfið ivermectin í nokkurs konar lausasölu til þeirra sem glíma við Covid, en lyfið hefur samkvæmt fjölda rannsókna gagnast mjög vel við sjúkdómnum, þar á meðal hósta. Ólíkt Parkódíni, er lyfið náttúrulyf og án aukaverkana, það er ekki ávanabindandi og hvorki skaðlegt börnum né fullorðnum.

Nánar má lesa um þessa vísindalegu nálgun Bandaríkjanna gagnvart Covid sjúkdómnum hér.

Þess má líka geta að Esther Vikt­oría Ragn­ars­dótt­ir lyfjafræðingur, vann meist­ara­rit­gerð sína í lyfja­fræði um lyfið iver­mect­in og komst að því að lyfið hef­ur sýnt virkni gegn veirunni sem veld­ur Covid-19.

4 Comments on “Hunang betra en Parkódín við hósta segir bráðalæknir – ávanabindandi ópíóíði og hættulegt börnum”

  1. Ivermectin hefur reynst draga úr sjúkdómseinkennin á öllum stigum Covit19.

    Auk þess hefur komið í ljós að um 95% þeirra sem þjást af langvarandi eftirköstum Covit19 fá skjótan bata. (Long Covit)

    Og enn er þybbast við af hinu frábæra íslenska heilbrigðiskerfi (sem eru íslenskir læknar) að svo mikið sem að ræða um að nota þetta undralyf til meðferðar á þessum sjúkdómi og eftirköstum hans.

    Það myndi kannski minnka ásælnin í Parkódín ef íslensk læknastétt væru ekki að megninu til heilaþvegnar strengjabrúður miðstýrðs ákvarðana og hagsmunavalds.

  2. Parkódin er reyndar mjög gott við hósta og ekki verra að nota hunang líka með því. Þessi læknir er bara að bulla. Þetta parkódin sem er í lausa sölu er bara 10mg líka

  3. það er verið að láta eins og 1 spjald (10 töflur) á mann einusinni sé að starta faraldri. Alveg er það magnað að þjóðin hafi lifað það af að sala á parkódín var frjáls áður fyrr.

  4. Hefur þessi læknir aldrei heyrt um hóstasaft, einkennilegt að geta ekki minnst á neitt annað en hunang við hósta…

Skildu eftir skilaboð