Eftir Pál Vilhjálmsson:
Stærsta fréttamál ársins 2021 er byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldur á síma hans. Aldrei í sögunni hafa blaðamenn gengið jafn langt í að brjóta á mannréttindum almenns borgara til að hanna fréttafrásögn. RÚV gerði samkomulag við X að að byrla skipstjóranum og stela símanum í apríl á liðnu ári.
Á Efstaleiti var síminn afritaður og afhentur á ný til X sem skilaði tækinu á sjúkrabeð Páls skipstjóra. Þetta gerðist 4. og 5. maí. Nokkrum dögum áður, eða 30. apríl, var Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður fluttur af RÚV yfir á Stundina til að vera viðbúinn að taka við gögnum frá miðstöðinni á Glæpaleiti.
RÚV hnippti í annan blaðamann, Þórð Snæ Júlíusson á Kjarnanum, og sagði honum að vera til þjónustu reiðubúinn þegar kallið kæmi frá Glæpaleiti. Þórður Snær er húsgangur á Glæpaleiti.
Kallið kom 20. maí. Þá var Aðalsteini og Þórði Snæ skipað að hringja í Pál skipstjóra og tilkynna honum að Stundin og Kjarninn ætluðu að birta samræmda fréttaskýringu daginn eftir. Skipulagið var nákvæmt á Glæpaleiti. Aðeins liðu tíu mínútur á milli símtalanna. Daginn eftir birtu Stundin og Kjarninn fréttir sínar samtímis.
Páll kærði byrlun og stuld. Rannsókn lögreglu leiddi til þess að Þóra Arnórsdóttir yfirmaður á RÚV er sakborningur sem og Aðalsteinn og Þórður Snær.
Dómnefnd blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands hefur tilnefnt þá Aðalstein og Þórð Snæ til verðlauna fyrir að birta stolið efni sem fengið var með byrlun, afritað og útbúið á RÚV. Blaðamannasamtök sem tilnefna til verðlauna menn grunaða um glæp grafa undan réttarríkinu. Glæpablaðamennska er ekki í þágu almannahagsmuna heldur óreiðuafla sem vilja slíta í sundur samfélagsfriðinn. Stéttarfélag blaðamanna er í stríði gegn almannahag. Nokkuð sérstakt.
Þóra á Glæpaleiti fær aftur enga tilnefningu. Án aðkomu hennar hefðu þó engar fréttir birst í Kjarnanum og Stundinni um innihaldið í símtæki skipstjórans.
Tilkynnt verður um verðlaunin 1. apríl. Ekki hefur verið ákveðið hvar þau verða veitt. Leitað er að viðeigandi salarkynnum á Hólmsheiði.