Bandarískar stíflur – vannýtt orkuauðlind

frettinIngibjörg Gísladóttir, PistlarLeave a Comment

Bandaríkjamenn kvarta sáran þessa dagana yfir háu bensínverði. Stríðinu í Úkraínu er kennt um en verðið var farið að hækka áður. Samkvæmt NBC  News þá hefur aðeins 8% innflutts eldsneytis komið frá Rússlandi. Trump forseta var umhugað um orkuöryggi landsins en Biden felldi margar tilskipanir hans í orkumálum úr gildi. Breitbart benti á þann 24. mars að Bandaríkin ættu mikla vatnsorku ónýtta. Þar sagði að af 90.000 skráðum stíflum í landinu þá séu aðeins 2.500 notaðar til að framleiða rafmagn. Af hverju? Breitbart nefnir andstöðu umhverfissinna en gæti ekki verið að lobbýistar fyrir jarðefnaeldsneyti hafi einnig átt hlut að máli? Í greininni segir að vatnsorka sé 37% endurnýjanlegrar orku í Bandaríkjunum (7% af heildarraforkuframleiðslunni). Í innviðaáætluninni er Biden skrifaði undir nýverið var stórri upphæð ráðstafað til að fjarlægja stíflur, en líka til að laga aðrar. Samkvæmt nýlegri skýrslu frá félaginu American Rivers sem hefur barist fyrir því að stíflur yrðu fjarlægðar af umhverfisástæðum þá voru 57 stíflur fjarlægðar á síðasta ári og 1.951 hefur verið fjarlægð nú þegar.

Samkvæmt skýrslu American Rivers þá eru tugþúsundir þessara stíflna gamlar og úreltar og áhrif þeirra á vistkerfið og öryggi almennings meiri en það gagn sem hafa má af þeim. Þær geti skapað hættu, verið skaðlegar menningu ættbálka indíána og komið í veg fyrir göngur fiska eða annarra vatnalífvera, sem sé mikilvægur þáttur í lífsferli þeirra. Einnig sé það vandamál að við rotnun jarðvegs á botni stíflnanna verði til metangas, gróðurhúsaloftegund sem sé 25 sinnum áhrifameiri en CO2 fyrstu 100 árin. Af þeim stíflum er fjarlægðar voru nýttust innan við 3% þeirra til að framleiða orku, segir American Rivers í skýrslu sinni.

Skildu eftir skilaboð