Listamaðurinn Tunglfari var rétt í þessu að gefa út sína fyrstu plötu, en um er að ræða fjögurra laga EP plötu sem er að mestu samin á hljóðgervla ásamt söng. Platan fjallar um ferðir Tunglfara út fyrir sólkerfið.
Hér má hlýða á plötuna á Spotify eða Bandcamp, en henni verður dreift á fleiri miðla á næstu dögum ásamt því að koma út í takmörkuðu upplagi á vínil í næsta mánuði (20 númeruð eintök).
Þetta er fyrsti kaflinn í lengri sögu ferðalangsins, en hægt er að fylgjast með fleiri fréttum af tónleikum og öðru á facebook síðu hans eða á instagram:
Frá útgáfutónleikum Tunglfara - „sjáumst úti í geimi...“