Aðeins tveimur dögum eftir frjálsar kosningar í Ungverjalandi þar sem Viktor Orban vann sigur og tryggði sér forsætisráðherrastólinn fjórða kjörtímabilið í röð boðar Evrópusambandið efnahagslegar refsiaðgerðir gegn Ungverjalandi.
Eins og Fréttin fjallaði um var Orban endurkjörinn í óþökk leiðtoga Evrópusambandsins og heimselítunnar sem hafa ekki getað þolað hvað Orban hefur verið þeim erfiður í taumi.
Í stað þess að óska Orban til hamingju með kosningasigurinn tilkynnti forseti framkvæmdastjórnarinnar Ursula von der Leyen um boðun refsiaðgerðanna aðeins tveimur dögum eftir kosningasigur Orban. Ástæðurnar sem Evrópusambandið hefur sett fram fyrir refsiaðgerðunum eru þær að Ungverjaland sé ekki að virða lýðræðisleg viðmið sambandsins eins og sjálfstæði fjölmiðla, réttarríkið og réttindi LBGT einstaklinga og að ekki hafi verið tekið á spillingu.
Þessar ástæður Evrópusambandsins eru vægast sagt hlægilegar þegar síðustu tvö ár eru höfðu í huga og þau mannréttindabrot og skoðanakúgun sem sambandið hefur staðið fyrir eða látið átölulaus í hinum svonefnda Covid faraldri.
Þá er forseti framkvæmdastjórnarinnar hin þýska Ursula von der Leyen sjálf sökuð um misferli í starfi vegna aðkomu hennar að kaupum Evrópusambandsins á hinu svonefnda bóluefni frá Pfizer.
Orban hlaut mjög góða kosningu og því hljómar það ekki eins og Evrópusambandið aðhyllist lýðræði eða lýðræðislega niðurstöðu kosninga að boða refsiaðgerðir strax eftir að frambjóðandi sem þeim hugnast ekki vinnur kosningasigur.
Hugsanleg ástæða þessa eru sú að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins byggir ekki á neinu lýðræðisfyrirkomulagi. ESB er alræðissamkoma valinna fyrirtækjaelíta sem hata lýðræðið á sama hátt og fjölþjóðafyrirtækin hata samkeppni og frjálsa markaði.
Eftir að hnattrænu elítunni, Alþjóðaefnahagsráðinu (WEF) og ESB, mistókst að hafa áhrif á kosningarnar í Ungverjalandi, verður endurkjörnum forsætisráðherra Ungverjalands, Viktor Orban, og íbúum Ungverjalands nú refsað fyrir að fylgja ekki Evrópuskipaninni sem boðuð er frá Brussel.
Verður Póllandi refsað líka?
Evrópusambandið hefur gert athugasemdir við sjálfstæði dómstóla í Póllandi en aðspurð sagði Ursula von der Leyen að ekki væri komin dagsetning á það hvenær Pólland þyrfti að hafa gert umbætur.
Hugsanlega hefur það áhrif fyrir Pólland að stjórnvöld þar hafa, öfugt við stjórnvöld í Ungverjalandi, fylgt leiðtogum Evrópusambandsins í því að fordæma og refsa Rússum vegna deilunnar um yfirráðin í Úkraínu og hafa viljað ganga hart fram. Það vegur hugsanlega þyngra hjá leiðtogum ESB en einn mikilvægasti þáttur réttarríkisins, sem er sjálfstæði dómstóla.
Fréttin bendir á að lögmaðurinn Dr. Reiner Fuellmich sagði nýlega frá því að réttarkerfið í Evrópu væru gjörspillt og sérstaklega í Þýskalandi, heimalandi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.