Alma hækkar mánaðarleigu um 78 þúsund – sjúklingur þarf að flytja út

frettinHúsnæðismálLeave a Comment

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir frá því að hann hafi fengið póst frá leigutaka hjá leigufélaginu Ölmu sem væri vægast sagt sláandi.

Leigutakinn heitir Brynja og er 65 ára og leigufélagið væri að bjóða henni nýjan 12 mánaða leigusamning sem mun taka gildi frá byrjun febrúar á næsta ári með hækkun upp á 75.247kr. á mánuði miðað við vísitölu í nóvember, sem var 555,6 en er komin 560,9. Það þýðir að hækkunin sem henni stendur til boða verður 78.347kr. á mánuði frá og með febrúar næstkomandi en færi mjög líklega hækkandi fram að þeim tíma.

Ragnar segist hafa rætt við Brynju og að samtalið og saga hennar hafi verið sláandi en væri því miður ekki einsdæmi. Ragnar segist hafa fengið góðfúslegt leyfi konunnar til að birta þetta þar sem hún væri nauðbeygð til að flytja út þar sem útilokað er fyrir hana að standa undir þessari hækkun.

„Brynja er sjúklingur en hefur ávallt staðið í skilum við leigufélagið eins og flestir gera með því að borga leiguna fyrst og lifa á hafragraut megin hluta mánaðarins,“ segir Ragnar Þór og til að setja þetta í samhengi þyrfti verkalýðshreyfingin að hækka laun um 133.000kr. á mánuði til að Brynja geti staðið undir þessari hækkun leiguverðs.

Ragnar bætti því við að „Sjálfstæðisflokkurinn hafi unnið hvað harðast gegn því að leigubremsu verði komið á til að sporna við gengdarlausri græðgi og því miskunnarleysi sem viðgengst á leigumarkaði.“

Ragnar birtir samskipti Ölmu og Brynju sem sjá má hér neðar:

Skildu eftir skilaboð