Forstjóri Pfizer neitaði aftur að mæta fyrir nefnd Evrópuþingsins

frettinErlentLeave a Comment

Eins og Fréttin sagði frá þá mætti forstjóri Pfizer, Albert Bourla, ekki fyrir nefnd Evrópuþingsins sem fjallar um COVID-19 þegar hann var boðaður á fund nefndarinnar 10. október sl.

Bourla ákvað að senda fyrir sig Janin Small framkvæmdastjóra alþjóðlegra markaða fyrirtækisins. Svo sem frægt er orðið staðfesti Small við nefndina á þeim fundi að Pfizer hefði ekki prófa hvort „bóluefni“ fyrirtækisins kæmi í veg fyrir dreifingu veirunnar áður en það var tekið í notkun.

Nefndin ákvað hins vegar þann 28. október sl. að boða Bourla aftur fyrir nefndina til að svara mikilvægum spurningum varðandi kaupsamninga milli Evrópusambandsins og Pfizer, en gerð þeirra fellur undir ábyrgð forstjóra og aðeins Bourla getur svarað fyrir þá.

Bourla sendi hins vegar nefndinni bréf þann 2. desember sl. þar sem hann sagði að Pfizer hefði engar frekari upplýsingar til að deila með nefndinni en fram komu á fundinum í október og hafnaði því að mæta fyrir nefndina.

Á sama tíma og Pfizer ætlar sér að sprauta alla heimsbyggðina og þar með talið ungabörn með óprófuðu mRNA tilraunaefni (genameðferð) sínu neitar forstjóri fyrirtækisins að mæta fyrir opinbera þingnefnd til að svara spurningum. Það ætti að vekja upp margar spurningar.

Þess má geta að þann 14. október sl. hóf saksóknaraembætti ESB rannsókn á bóluefnakaupum sambandsins og lögmæti þeirra, sem kallað hefur verið „mesta spillingarmál sögunnar“.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð