Saksóknaraembætti ESB staðfestir rannsókn á bóluefnakaupum sambandsins

frettinErlent, StjórnmálLeave a Comment

Saksóknaraembætti Evrópusambandsins (European Public Prosecutor’s Office) hefur staðfest að í gangi sé rannsókn á kaupum á COVID-19 bóluefnum Evrópusambandsins. Þessi sérstaka staðfesting kemur í kjölfar gríðarlega mikilla almannahagsmuna. Engar frekari upplýsingar verða gerðar opinberar á þessu stigi, segir í tilkynningu frá embættinu.

Þessi yfirlýsing kemur í kjölfar nefndarfundar hjá Evrópuþinginu í síðustu viku þar sem fulltrúi frá Pfizer fullyrti að Covid-19 sprautuefnin hefðu aldrei verið prófuð með tilliti til þess hvort þau kæmu í veg fyrir dreifingu smita.

Albert Bourla, forstjóri Pfizer, hætti við að mæta fyrir nefndina en meðal annars stóð til að þingmenn spyrðu hann út í einkaskilboð hans og Ursula von er Leyen um bóluefnakaup ESB upp á marga milljarða evra. Von der Leyen hefur ekki viljað opinbera hvað kom fram í skilaboðunum.

Króatíski Evrópuþingmaðurinn Mislav Kolakusic sagði í kjölfarið að kaupin á milljörðum skammta af fölsuðu bóluefni væri stærsta spillingarmál sögunnar.

Rúmenski Evrópuþingmaðurinn Christian Tehres sagði að Ursula von der Leyen, framkvæmdastjóri ESB, ætti að segja af sér fyrst að verið væri að rannsaka bóluefnainnkaupin þar sem gögnum er vörðuðu þessi innkaup skattborgara sambandsins og meðferð fjármuna þeirra, hafi verið eytt.


Skildu eftir skilaboð