World Economic Forum í samvinnu við kínverska kommúnistaflokkinn

frettinErlent, Samfélagsmiðlar3 Comments

Fyrir komandi árlega ráðstefnu sína í Davos í næsta mánuði virðast auðkýfingasamtökin Alþjóðahefnahagsráðið - World Economic Forum (WEF) hafa ákveðið að taka þátt í útilokunarherferðinni gegn Twitter og á sama tíma mælir ráðið með kínverskum ríkisstýrðum samfélagsmiðla snjallforritum fyrir fólk til að fylgjast með „opnum hluta“ ráðstefnunnar.

Þegar listinn yfir það „Hvernig á að fylgja Davos 2023“ er skoðaður í samfélagsmiðlabæklingi samtakanna vekur athygli að Twitter er þar ekki nefnt og virðist það ekki tilviljun.

Til að fylgjast með öllu því sem er að gerast hjá "aðeins-boðið" ráðandi félagsskap auðkýfinganna, mælir WEF með því að fylgst sé með í gegnum nokkra samfélagsmiðla. Þar eru upptaldir hinir ritskoðuðu og hlýðnu bandarísku miðlar eins og Facebook, LinkedIn, Instagram og YouTube, ásamt kínversku forritunum TikTok, WeChat og Weibo. Twitter, sem hefur losað sig undan ritskoðunarsamhæfðum heljartökum WEF, er ekki lengur með.

Klaus Schwab heiðraður af Kína, 40 starfsmenn WEF í Kína

Í gegnum stofnanda sinn og stjórnanda Klaus Schwab og samstarfssamtök hefur WEF mjög vinalegt samband við kínversk stjórnvöld. Davos upplýsti nýlega að á skrifstofu þeirra í Kína séu nú 40 starfsmenn í fullu starfi. Þar að auki, á hverju ári í Peking, hýsir WEF „Ársfund hinna nýju meistara“ sem auðveldar samstarf milli alþjóðlegra fyrirtækja og kínverska kommúnistaflokksins.

Árið 2018 veitti Kína Klaus Schwab hina svonefndu "China Reform Friendship Medal" sem er fyrir einstaklinga sem ekki eru kínverskir en nýtast Kína vel.

Á Davos 2023 mun Shou Zi Chew, forstjóri TikTok, koma fram á viðburði sem ber yfirskriftina "Tackling Harm in The Digital Era". Þetta er athyglisvert því á Vesturlöndum hafa verið í gangi umræður um að TikTok og þar með að kínversk stjórnvöld noti hugbúnaðinn til að njósna um fólk og hugsanlega verður hann bannaður. Þessi njósnastarfsemi virðist hins vegar ekki trufla hina ráðandi stétt auðkýfinga í Davos, heldur þvert á móti.

Varað við marxískri forræðishyggju WEF

Twitter hefur þurft að þola grimmilega útilokunarherferð eftir að hafa skipt um stjórnendur. Loforð Elon Musk um að breyta Twitter í málfrelsisvettvang hefur mætt mikilli mótspyrnu frá stórfyrirtækjum og valdastéttinni. Nokkrir WEF samstarfsaðilar eins og BlackRock hafa tekið þátt í árásunum á Twitter og sniðgengið Twitter í mótmælaskyni við stefnuna um „hófsemi efnis“.

Það ætti ekki að koma á óvart að WEF sem er uppáhalds hugmyndasmiðja valdastéttarinnar fyrir tæknikratíska harðstjórn framtíðarinnar hafi ákveðið að útskúfa Twitter, í ljósi þess að Twitter þjónar nú sem einn helsti alþjóðlegi samfélagsmiðillinn fyrir opnar samræður.

Fyrr á þessu ári varaði ástralski öldungardeildaþingmaðurinn Alex Antic við því að Alþjóðaefnahagsráðið (WEF) sé að komast inn í ríkisstjórnir um allan heim, grafi undan vestrænum gildum og ætli að innleiða marxíska forræðishyggju.

Náin tengsl WEF og Kína og ættu að staðfesta að full ástæða er fyrir frelsiselskandi fólk að taka orð Antic alvarlega og fleiri þeirra sem hafa varað við WEF. Mikilvægt er að bregðast við áður en það verður of seint eins og t.d. bændur í Hollandi hafa verið að gera með mótmælum sínum á þessu ári. Mótmælum sem meginstraumsfjölmiðlar fjármagnaðir og ritskoðaðir af auðkýfingunum í WEF segja ekki frá.

Byggt m.a. á skrifum Jordan Schachtel.

3 Comments on “World Economic Forum í samvinnu við kínverska kommúnistaflokkinn”

 1. Ef einhver hélt að 2023 yrði rólegt og notalegt ár þá skaltu gleyma því. Ef þú kæri lesandi hefur ekki enn .. .og ég segi ENN ekki kynnt þér hvernig PCR prófið virkar þá skaltu lesa þig um það strax. Þeir geta komið af stað (ekki) pandemic með því að skrúfa upp cycles á prófinu og fengið heilan helling af jákvæðum svörum með samstilltu átaki á nokkrum stöðum í einu í heiminum. t

  Globalistar eru að tapa stríðinu í Úkraníu – Þeir eru að reyna búa til proxy stríð milli Kosovo og Serbíu svona til að taka athyglina frá hinu og svona til vara þá hafa þeir á ný simulatað nýjan vírus frá Brasilíu sem hinsvegar gæti breyst ef herinn þar í landi tekur völdin. Líklega er C eða D leiðin nýtt variant frá Kína… Setið ykkur í stellingar við erum á leið í aðra rússíbanaferð.

  https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/12/28/ihuga_takmarkanir_vegna_kinverskra_ferdamanna/

 2. Iceland is honoured to be a frontrunner in the World Economic Forum’s Global Gender Gap Report, and as Prime Minister I am frequently asked about Iceland’s progress, and how we got to where we are. However, I am rarely asked where we should head from here and what we could do better.

  https://www.weforum.org/agenda/2018/11/iceland-paradise-for-women-katr%C3%ADn-jakobsdottir/

  https://www.weforum.org/agenda/authors/asdis-kristjansdottir

  https://www.weforum.org/search?query=iceland

  DAVOS 2022 | IN THE YEAR 2030. – You’ll own nothing and you’ll be happy about it. 1. All products will have become services. „I don’t own anything. I don’t own a car. I don’t own a house. I don’t own any appliances or any clothes,“

Skildu eftir skilaboð