Meira af baráttu Hollywood leikara gegn skyldubólusetningum

frettinCovid bóluefni, Fræga fólkiðLeave a Comment

Í gær birti Fréttin hluta af umfjöllun The Epoch Times um að Hollywood leikarar væru farnir að berjast af auknum þunga gegn Covid-sprautuskyldu sem þeir þurfa að lúta, ætli þeir sér að sinna störfum sínum áfram. Hér á eftir eru frekari frásagnir af baráttu hugaðra leikara fyrir rétti þeirra til að ráða yfir eigin líkama.
Blinda lyfjadýrkunaræðis og peningaleg græðgi tröllríður Hollywood

Leikonan Maya Dunbar sem leikið hefur í Southland, Banshee, Harry's Law og The Mentalist sagði að það að hafna COVID-sprautunni væri orðið eins og "Scarlet Letter" [ í merkingunni skömm ] í Hollywood.

„Þúsundir okkar hafa verið gaslýst [látið eins og við séum rugluð], lítilsvirt og okkur haldið frá fundum,“ sagði hún og bætti við að hún gæti skilið gagnrýnina á efasemdarfólk um „bóluefnin“ snemma í heimsfaraldrinum, en ekki núna þegar fjöldi neikvæðra gagna hafa komið fram um öryggi þeirra. „Þetta hefur satt að segja verið skelfilegasta reynsla sem fjölskylda okkar hefur gengið í gegnum.“

Hún og eiginmaður hennar, Rockmond Dunbar, eiga fjögur börn sem þau eru með í „heimakennslu.“ Þau yfirgáfu Kaliforníu vegna COVID-bólusetningarskyldunnar þar.

Á síðasta ári höfðaði Rockmond dómsmál gegn Disney eftir að hafa verið rekinn úr tökum á vinsælum 9-1-1 sjónvarpsþætti Fox fyrir að neita COVID sprautunum. Disney hafnaði einnig undanþágubeiðnum um „bólusetningu“ frá Rockmond sem voru af læknisfræðilegum og trúarlegum ástæðum.

Þessi gamalreyndi leikari, sem hefur verið í stórum sýningum undanfarin 30 ár, hefur ekki fengið nein hlutverk síðan og hefur verið sniðgenginn og sætt hatursfullri gagnrýni, sagði Maya, „einmitt í atvinnugreininni sem segist aðhyllast fjölbreytileika.“

„Þetta er guðlaus iðnaður,“ sagði Maya, sem bendir á að Hollywood treysti verulega á tekjur af lyfjaauglýsingum lyfjarisanna, sem hún telur hina sönnu ástæðu fyrir „blinda lyfjadýrkunaræðinu,“ eins og hún orðaði það, sem hefur orðið til í Hollywood.

„Við erum með fullt af fólki sem vill bara ekki missa það sem það hefur, veraldlegu fjársjóðina sína, og ef það þýðir að taka þurfi sprautur eða pillur eða hvað sem er, þá er það bara gert,“ sagði hún. Hún lagði áherslu á að málsókn eiginmanns hennar væri höfðuð samkvæmt trúarskoðunum meðlima Kirkju alheimsviskunnar (Church of Universal Wisdom), sem bannar bólusetningar.

Hollywood þykist í orði aðhyllast „Minn líkami, mitt val“

Aðrir leikarar hafa einnig höfðað mál eftir að hafa verið neitað um hlutverk eða ýtt út úr hlutverkum, á meðan aðrir sögðu að þeir ætli sér að gera slíkt hið sama.

Frelsi einstaklingsins í heilbrigðismálum er vaxandi lagaleg barátta sem stangast á við þá opinberu frásögn um að Hollywood sé samfélag uppfullt af „frjálshyggjumönnum“ sem styðji sprautuskyldu.

Nokkrir leikarar hafa bent á það að Hollywood gefi sig út fyrir að aðhyllast slagorðið „Minn líkami, mitt val“ og er þannig hlynnt fóstureyðingum, en víkur síðan frá þessari „reglu“ þegar kemur að COVID-sprautunum.

Hörð gagnrýni á forseta stéttarfélags leikara

Leikarar hafa skellt skuldinni á Fran Drescher, forseta stéttarfélags þeirra SAG-AFTRA (Screen Actors GuildAmerican Federation of Television and Radio Artists), þar sem hún hefur ekki stutt leikara sem eru andsnúnir COVID-bólusetningaskyldunni, sem og fyrir að setja ekki meiri þrýsting á bæði félagið sjálft sem og framleiðslufyrirtækin til að gera „bólusetningu“ valkvæða. Sú saga gengur að Drescher sjálf hafi fengið aukaverkanir af COVID sprautunum.

Leikarinn Chuck Slavin, sem einnig situr í stjórn SAG í New England, er líka gagnrýninn á Drescher fyrir að mótmæla ekki þessari skyldu stéttarfélagsins nógu harkalega. 
Hann og aðrir leikarar hafa kallað bólusetningarskylduna „nazistalíkar samskiptareglur“ í ætt við það að láta óbólusetta leikara ganga með armbönd.

„Drescher hagar sér meira eins og Hollywood-leikkona en forseti verkalýðsfélags í þessu máli,“ segir Slavin sem þekktur er fyrir leik sinn í Boston's Finest og Annabelle Hooper.

Drescher svaraði ekki fyrirspurnum frá Epoch Times um þessa gagnrýni.

Í nýlegu viðtali Variety Magazine frá 9. febrúar gaf Drescher til kynna að hún tilheyrði líka þeim minnihluta sem væri á móti skyldubólusetningu. Hún sagðist styðja aðgerðir til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma á tökustöðum og að sífellt færri framleiðendur krefðust „bólusetninga,“ þróun sem hún býst við að haldi áfram.

„Ég hef verið hreinskilin um afstöðu mína til þessa, en ég er í raun bara ein manneskja,“ sagði hún. „Þetta er ekki einræði. Og ég hef haldið umræðunum á lífi.“

Könnun meðal leikara - nafnlausum svörum hent 

Bent hefur verið á að framlenging bólusetningarskyldunnar fyrir um þremur vikum hafi verið byggð á könnun meðal leikara sem sýndi að meirihluti þeirra studdi áframhaldandi sprautskyldu.

Drescher viðurkenndi að mörgum atkvæðaseðlum leikaranna hafi verið sleppt úr niðurstöðunum þar sem seðlarnir voru nafnlausir, með þeim rökum að „amma einhvers hefði alveg eins getað fyllt þá út.“

Hollywood áhættuleikarinn Peter Antico, sem vinnur með stórum nöfnum eins og Sylvester Stallone, benti á að könnunin hafi verið algjörlega ómarktæk, aðeins voru 7.696 svör talin, en það er aðeins um 5% af þeim 160.000 leikurum sem eru í SAG-AFTRA félaginu.

Niðurstöðurnar, sem Epoch Times fékk að sjá, sýna að af þessum 5% svörum sem talinu voru, vildu 67,1% að bólusetningarskyldan yrði áfram, 26,1% ekki og um 6,8% skiluðu auðu.

„Að láta „bólusetja“ sig fyrir ömmu var markleysa,“ sagði Antico. „Það eru nú óhrekjanlegar staðreyndir. Crabtree-Ireland og Drescher forseti SAG-AFTRA hafa neitað opinni umræðu um þessar staðreyndir. Þar af leiðandi hafa þau skaðað þúsundir félagsmanna varanlega.“

Skildu eftir skilaboð