Pfizer fær grænt ljós á nýtt mRNA „bóluefni“ við RS-veirunni

frettinLyf, LyfjaiðnaðurinnLeave a Comment

Lyfjarisinn Pfizer sem seldi Íslendingum um 1,4 milljónir skammta af svokölluðum Covid bóluefnum hefur fengið grænt ljós frá Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) fyrir nýju „bóluefni“ við RS-vírusnum (e. respiratory syncytial virus). Stofnunin virðist ætla að samþykkja nýja lyfið.

Pfizer er að þróa „bóluefnið“ fyrir fólk á aldrinum 60 ára og eldri og á þriðjudag gaf FDA sitt fyrsta græna ljós fyrir nýja lyfinu.

Óháð ráðgjafanefnd FDA um bólusetningar mælti með lyfinu með sjö atkvæðum gegn fjórum. Samkvæmt Pfizer er virkni efnisins á bilinu 67% til 86%.

RS-veira er kvefveira sem leggst bæði á efri og neðri öndunarveg. Oftast veldur hún vægum einkennum en getur lagst þungt á fyrirbura og ung börn innan sex mánaða. Bæði fullorðnir og börn geta fengið sýkinguna aftur í nýjum faröldrum þar sem veiran veldur ekki langtíma ónæmi.

Prófað á „barnshafandi fólki“

Pfizer hefur prófað RSV bóluefnið sitt á „barnshafandi fólki“ til að sjá hvort vörnin geti borist til fósturs í móðurkviði. Fyrirtækið sagði gögnin benda til þess að bóluefnið minnkaði hættuna á alvarlegum veikindum hjá ungbörnum um 82% fyrstu 90 daga ævinnar og um 69% í sex mánuði.

Nýju „bóluefnin“ eru svonefnd mRNA líftæknilyf og byggjast því á sömu tækni og Covid sprautuefnin. Fleiri lyfjafyrirtæki eru að þróa lyfið, þar á meðal Moderna.

Skildu eftir skilaboð