Ætlar landlæknir að þrasa við NASA? Fjórir punktar um D-vítamín og krabbamein

frettinHeilsan1 Comment

Eftir Höskuld Dungal:

D-vítamín er eina vítamínið sem er ekki vítamín. Það er svokallað pró-hormón eða seco-steroid og breytist í eiginlegt hormón sem stýrir / hefur áhrif á a.m.k. 1289 gen líkamans. Ráðlagður dagskammtur landlæknis er aðeins 600 AE sem er alltof lítið.

Fjórir punktar um D-vítamín og krabbamein:

1)  Þann 23. desember 1971 - undirritaði þáverandi forseti Bandaríkjanna, Richard Nixon lög um krabbamein. Hann lýsti yfir stríði með lagasetningu um krabbamein. "The National Cancer Act." Eftir samþykkt laganna voru mun meiri peningar til rannsókna á krabbameini.

2)  Sumarið 1974 - Kortlagning krabbameins.

Um þremur árum eftir undirritun laganna, fóru bræðurnir, Cedric Garland og Frank Garland, sem voru báðir læknar, til Baltimore í Maryland til að fylgjast með fyrirlestri í John Hopkins læknaháskólanum.

Á fyrirlestrinum var kortlagning krabbameinstilfella í Bandaríkjunum sýnd. Kortin náðu yfir 3056 svæði á árunum 1959 – 1969 og það sem fram kom var að brjóstakrabbamein var nærri tvöfalt meira á norðlægum slóðum en suðlægum.

Læknarnir komu fram með tilgátu um þessi tengsl sólarskorts og krabbameins, þ.e.a.s. mikil sól = lítið krabbamein.  Lítil sól = mikið krabbamein eða nóg D-vítamín minnkaði verulega líkurnar á krabbameini.

3)  Janúar 2005. NASA staðfesti tilgátu læknanna.

31 ári eftir áðurnefnda kortlagningu staðfesti, Geimferðarstofnun Bandaríkjanna, NASA, tilgátu læknanna um tengsl D-vítamínskorts og krabbameins.

Eftir þrotlausar rannsóknir frá 1974, og birtingu gríðarlega margra vísindagreina um tengsl D-vítamínskorts og krabbameins, birtu Garland bræðurnir ásamt fleirum mjög viðamikla og líklega vönduðustu vísindarannsókn í sögu læknisfræðinnar um tengsl D-vítamíns og krabbameins. 3056 svæði mæld í USA og 175 lönd.

Þetta voru yfirgripsmiklar rannsóknir á bylgjulengd útfjólublás ljóss, skýjafari o.fl. Tilgátan var svo endanlega staðfest með hjálp NASA. 

4)  Eftir árið 2005 er spurningin: Hve mikið af D-vítamíni þarf?

Nú liggja fyrir mælingar sem sýna að allir fullorðnir þurfa að taka daglega u.þ.b. 6000 – 9000 alþóðlegar einingar (=I.U. = AE) af D3 vítamíni, – alla daga ársins, jafnt sumar sem vetur.

Stutta niðurstaðan er þessi:

Taktu það magn daglega sem skilar þér 150 nmól/L og upp í 225 nmól/L í blóðinu  

Hvers vegna? Vegna þess að þegar konur auka magn sitt úr 50 nmól/L upp í 150 nmól/L minnka líkurnar á brjóstakrabbameini um 82% og líkur á fjölda annara sjúkdóma minnka og ónæmiskerfið verður eins öflugt og það getur orðið.

Þumalputtarelgan um daglega inntöku

Til er „þumalputtaregla“ um daglega inntöku D3 vítamíns.

Hún er þessi:

Taka þarf u.þ.b. 90 I.U. á hvert kg. 100 kg. maður / kona, 100 x 90 = 9000 I.U. daglega. Inntaka 15000 eininga daglega er fullkomlega hættulaus fyrir alla fullorðna og án nokkurra möguleika á D-vítamíneitrun. Engin hætta er á þótt blóðmælingin sýni 300 nmól/L.

Kynnir mikilvægi D-vítamíns fyrir Íslendingum

Bandarískur sérfræðingur í D-vítamíni, Henry Lahore, verður með kynningu á D-vítamíni laugardaginn 4. mars þar sem hann býður einnig upp á D-vítamín próf  fyrir fundargesti sem tekur um 10 mínútur. Kynningin og prófið er án endurgjalds. Sjá nánar hér um skráningu o.fl.

One Comment on “Ætlar landlæknir að þrasa við NASA? Fjórir punktar um D-vítamín og krabbamein”

  1. Ég losnaði við liðagigt eftir að ég fór að taka lýsi daglega. Tvær matskeiðar. Svo hef ég ekki misst úr vinnu, vegna veikinda í framhaldinu.

Skildu eftir skilaboð