Bandarískur sérfræðingur með kynningu hérlendis um mikilvægi D-vítamíns

frettinHeilbrigðismál1 Comment

Í byrjun mars mun bandarískur sérfræðingur í D-vítamíni, Henry Lahore, koma til Íslands ásamt eiginkonu sinni. Tilgangur heimsóknarinnar er fyrst og fremst að skoða Ísland og íslenska náttúru, en þrátt fyrir stutta dvöl hefur Lahore boðist til að vera með endurgjaldslausa kynningu um mikilvægi D-vítamíns fyrir heilsuna laugardaginn 4. mars.

Þess má geta að D-vítamín er eina vítamínið sem er ekki eiginlegt vítamín heldur svokallað pro-hormón eða Seco-steroid og er því eitt öflugasta hormón líkamans.

Henry Lahore

Lahore ætlar að halda kynningu og spjalla við fólk sem hefur áhuga á að bæta heilsu sína og ætti umræðan að verða fróðleg fyrir almenning, jafnt sem lækna og hjúkrunarfólk. 

Á fundinum mun Lahore bjóða upp á ókeypis D-vítamínpróf og geta gestir komist að því hvort þeir búi við D-vítamínskort eða ekki. Það tekur aðeins um 10 mínútur. Gerð verða tvö fundarhlé með kaffiveitingum og gerir gestum fært að beina til hans spurningum. Á staðnum verður einnig Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir sem hefur kynnt sér vel mikilvægi D-vítamíns.

Tónlistarmennirnir Bjartmar Guðlaugsson og Þorgeir Ástvaldsson mæta og létta okkur lundina, en þeir eru báðir miklir áhugamenn um D-vítamín.

Heildarfundartími er áætlaður um 90 - 120 mínútur. Kynningin verður tekin upp og henni komið síðar á YouTube.

Líkleg umræðuefni eru:

1) Hvers vegna D-vítamínmagn og heilsufar hefur versnað um allan heim?

2) Hvers vegna passar ekki sami skammtur af D-vítamíni öllum?

3) Heilsuvandamál sem verulega er komið í veg fyrir/meðhöndlað með D-vítamíni, þ.m.t bakverkur og aðrir langvarandi verkir, brjóst-, og ristilkrabbamein og krabbamein í blöðruhálskirtli. Gigt, Mígreni og klasa höfuðverkur

4) Nægilegt D-vítamín eykur lífslíkur/heilsulíkur

5) Aðstoð við að léttast

6) Heilbrigðari meðganga og ungbörn með D-vítamín

7) Psoriasis, sykursýki, astmi, þunglyndi

8) Inflúensa, kvef, COVID

9) Undirbúningur fyrir skurðaðgerð og bati

Henry mun jafnframt kynna stærstu vefsíðu heims um D-vítamín og tengd efni sem hefur að geyma yfir 14.000 vísindarannsóknir sem hægt er að lesa á 133 tungumálum – þar á meðal íslensku.

Fundarstaður og tími: Veislusmári - Sporhamrar 3, 112 Reykjavík - kl. 14:00

Til að eiga frekar möguleika á sæti, er áhugafólk hvatt til að skrá sig á [email protected], helst fyrir 1. mars.  Aðeins er rúm fyrir 150 gesti í sæti eða 200 án sæta og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Verði skráningar fleiri, takmarkast fjöldinn sjálfkrafa við húsrýmið. Einnig er mögulegt að skrá sig með því að senda SMS eða hringja í síma 699 8970 (Höskuldur Dungal).

Horfið á "Does Less Sun mean More Disease" í  5 mínútna myndbandi til að fá sýnishorn af umræðunni hér að ofan:

One Comment on “Bandarískur sérfræðingur með kynningu hérlendis um mikilvægi D-vítamíns”

Skildu eftir skilaboð