Samþykktu ályktun um að banna sölu og dreifingu á COVID „bóluefni“ í Flórída

frettinCovid bóluefni, ErlentLeave a Comment

Repúblikanar í Lee County í Flórída, samþykktu ályktun um að banna sölu og dreifingu á tilrauna COVID-19 bóluefninu.

Fulltrúi Repúblikanaflokksins í Lee County skrifaði ályktunina fyrir framkvæmdanefndina til að taka til skoðunar.

Eftir harðar umræður var ályktunin samþykkt með tveimur þriðju hluta atkvæða.

Ályktunin "Ban the Jab" eða „bannið sprauturnar“ fer nú inn á borð ríkisstjóra Flórída, Ron DeSantis, þar sem hann tekur ákvörðun um hvort banna eigi tilraunaefnið í öllu ríkinu.

Samkvæmt sjónvarpsstöð í Flórída er DeSantis ekki skylt að grípa til aðgerða vegna ályktunarinnar. Samþykktin mun aftur á móti vekja athygli hans á málinu.

Skildu eftir skilaboð