Boris Johnson vissi að langflestum stafaði engin hætta af Covid

frettinCOVID-19, FjölmiðlarLeave a Comment

Breska dagblaðið Telegraph hefur fengið í hendur yfir 100.000 WhatsApp skilaboð sem send voru á milli Matt Hancock, fyrrverandi heilbrigðisráðherra Bretlands og annarra ráðherra og embættismanna, þegar Covid-19 heimsfaraldurinn stóð sem hæst.

Samskiptin vekja upp mikilvægar spurningar um viðbrögð og meðhöndlun heimsfaraldursins, nú áður en opinber rannsókn á viðbrögðunum á að hefjast.

Á næstu dögum mun Telegraph afhjúpa hrikalegar upplýsingar um viðbrögð við faraldrinum sem hingað til hafa verið leyndarmál, segir í blaðinu.

„Lockdown skjölin“ munu meðal annars varpa ljósi á þá staðreynd að fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Boris Johnson, hafi vitað að líkurnar á því að deyja af Covid, væru hverfandi fyrir meginþorra landsmanna en samt tók hann ákvarðanir um að „rústa“ hagkerfinu.

Hér neðar má til dæmis sjá skilaboð sem Johnson sendi heilbrigðisráðherranum:

Og ráðherrarnir virðast hafa haft gaman af þvingunaraðgerðunum. „Ég vil bara sjá sum andlit þeirra sem stíga út úr fyrsta farrými í flugvél og fara svo beint inn í „litla skókassa.“ „Hefurðu hugmynd um hversu marga við „læstum inni“ á hótelum í gær spyr Case heilbrigðisráðherrann. „Engan“, svaraði heilbrigðisráðherrann „en 149 ákváðu að koma inn í landið og fara sjálfviljug í sóttkví.“ „Fyndið,“ svaraði Case þá.

Skildu eftir skilaboð