Diljá sigraði Söngvakeppnina

frettinLífið, TónlistLeave a Comment

Diljá Pét­urs­dótt­ir sigraði Söngv­akeppni sjón­varps­ins sem hald­in var í Söngv­akeppn­is­höll­inni í Gufu­nesi í kvöld.

Þar með verður Diljá full­trúi Íslend­inga í Söngv­akeppni evr­ópskra sjón­varps­stöðva, Eurovisi­on, í ár. Keppn­in að þessu sinni verður hald­in í bresku borg­inni Li­verpool.

Diljá var aðeins 12 ára þegar hún tók þátt í Ísland Got Talent. „Þetta var svo stórt fyrir mér því ég hef alltaf horft á allar svona keppnir, Eurovision, X Factor og America’s got talent. Þegar þetta kom til Íslands var ég bara: „Þetta er mitt tækifæri. Þetta skipti mig svo miklu máli og var fyrsta svona stóra verkefnið sem ég gerði,“ segir Diljá.

Fimm lög voru í úrslitum Söngvakeppninnar. Tvö þeirra komust í úrslitaeinvígið, Power og OK, og stóð Diljá uppi sem sigurvegari.

Aldrei hefur verið meiri þátttaka í kosningu Söngvakeppninnar en alls bárust tæplega 260.000 atkvæði.

Fram kom að það hafi verið draumur Diljáar að keppa á stóra sviðinu í Eurovision frá því hún var 7 ára gömul. Fallegur draumur hefur hér með ræst.

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram dagana 9. - 13. maí í Liverpool á Englandi.

Skildu eftir skilaboð