Vísindamenn hvattir til að fela þá staðreynd að hitastig hafði ekki hækkað í 15 ár

frettinLoftslagsmál, Vísindi1 Comment

Greinin birtist í DailyMail 19. september 2013 og sýnir afskipti ráðamanna af vísindunum:

Fullyrt var að helstu loftslagsvísindamenn heims sem vinna að mikilvægustu og áhrifamestu rannsókn á loftslagsbreytingum hafi verið hvattir til að hylja þá staðreynd að hitastig jarðar hafði ekki hækkað síðustu 15 árin, þ.e. 1998-2013.

Afriti sem var leikið af skýrslu Sameinuðu þjóðanna, unnin af hundruðum vísindamanna, sýndi að stjórnmálamenn í Belgíu, Þýskalandi, Ungverjalandi og Bandaríkjunum höfðu áhyggjur af lokadrögum skýrslunnar.

Gert var ráð fyrir að skýrslan sem þá var í vinnslu og fjallaði um þá staðreynd að 1998 hafi verið heitasta árið sem mælst hafði þá og hitastigið í heiminum ekki  farið yfir það, nokkuð sem vísindamenn höfðu átt erfitt með að útskýra.

Skýrslan var afrakstur sex ára vinnu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC), sem álitið er heimsvald um umfang loftslagsbreytinga og hvað þeim veldur. Ríkisstjórnir heims byggja sína grænu stefnu á þesari skýrslu.

Vísindamennirnir voru hvattir til að hylma yfir þá staðreynd að hitastig jarðar hafi ekki hækkað síðustu 15 árin vegna ótta um að það myndi opna tækifæri til þess að neita loftslagsbreytingum af mannavöldum.

Stjórnmálamenn áhyggjufullir út af „hlýnunarleysi“

Skjöl sem fréttastofan Associated Press hafði undir höndum á þessum tíma, og var lekið, leiddu í ljós djúpstæðar áhyggjur meðal stjórnmálamanna vegna skorts á hlýnun jarðar undanfarin ár.

Þýskaland kallaði eftir því að tilvísunum í þá staðreynd að hægt hefði á hlýnuninni yrði eytt, og sagði að það að horfa á aðeins 10 eða 15 ár væri „villandi“ og þeir ættu að einbeita sér að áratugum eða öldum.

Ungverjar höfðu áhyggjur af því að skýrslan myndi opna tækifæri til þess að hafna loftslagsbreytingum af mannavöldum.

Belgía mótmælti því að nota 1998 sem upphafsár fyrir tölfræðina, þar sem það ár var einstaklega hlýtt og „kúrvan því flöt“. Belgía lagði því til að nota frekar árin 1999 eða 2000 til að kúrvan myndi leita upp á við.

Sendinefnd Bandaríkjanna lagði til og hvatti höfunda skýrslunnar til að útskýra skort á hlýnun með því að nota „leiðandi tilgátu“ meðal vísindamanna um að minni hlýnun stafi af því að sjórinn hafi dregið í sig meiri hita og því orðið heitari.

Skýrslan, sem er yfir tvö þúsund blaðsíður, var kynnt fulltrúum allra 195 ríkisstjórna í Stokkhólmi í september 2013. Þar var rætt um hvaða breytingar leiðtogar ríkjana vildu gera.

Frá því að skýrslan var afhent ríkisstjórnum í júní 2013 lögðu þær fram hundruð andmæla, um 20 blaðsíðna samantekt, fyrir þá sem móta stefnur viðkomandi ríkja.

One Comment on “Vísindamenn hvattir til að fela þá staðreynd að hitastig hafði ekki hækkað í 15 ár”

Skildu eftir skilaboð