Einn af uppfinningamönnum Spútnik bóluefnisins fannst myrtur

frettinCovid bóluefni, Vísindi1 Comment

Meðan á COVID-19 faraldrinum stóð var kapphlaup meðal helstu efnahagsvelda heims um einkaleyfi á bóluefni fyrir kórónuveirunni.

Spútnik var eitt þeirra og var búið til af hópi 18 rússneskra vísindamanna, þar á meðal hinum 47 ára gamla Andrey Botikov.

Samkvæmt fréttum rússneska fjölmiðilsins Meduza fannst Botikov myrtur í íbúð sinni norðaustur af Moskvu sl. fimmtudag. Meduza fékk tilkynningu frá starfsmanni í rannsóknarmiðstöð í Moskvu um að 29 ára karlmaður hafi brotist inn á heimili Botikovs og kyrkt hann með belti.

Í kjölfarið sagði fréttastöðin RIA Novosti að líkið væri af Botikov. Hinn meinti gerandi, Alexei Z, játaði á sig morðið.

Hver var Andrey Botikov?

Botikov starfaði við faraldurs-og örverufræðistofnunina Gamaleya National  í Moskvu. Hann hlaut viðurkenningu í Rússlandi „fyrir verðleika til móðurlandsins“ fyrir að hjálpa til við að þróa Spútnik bóluefnið.

Spútnik bóluefnið var skráð 11. ágúst 2020. Alþjóðasamfélagið gagnrýndi bóluefnið vegna þess að Rússar gáfu því grænt ljós áður en niðurstöður framhaldsprófana lágu fyrir. Spútnik er gefið í vöðva og inniheldur enga þætti eða einingar kórónuveirunnar.

Rannsóknarsetrið þar sem Botikov starfaði hefur enn ekki tjáð sig um atvikið.

Heimild.

One Comment on “Einn af uppfinningamönnum Spútnik bóluefnisins fannst myrtur”

  1. ,,Alþjóðasamfélagið gagnrýndi bóluefnið vegna þess að Rússar gáfu því grænt ljós áður en niðurstöður framhaldsprófana lágu fyrir.“

    Hahahahahahahahahahahahahahahahahahaha!

Skildu eftir skilaboð