Af Biden stóra bróður og Scholz litla bróður…

frettinErlent, Hallur HallssonLeave a Comment

Eftir Hall Hallsson:

Olav Scholz kanslari Þýskalands var kallaður til Washington fyrir helgi. Þýskum blaðamönnum var bannað að ferðast með kanslaranum til Washington. Engar óþægilegar spurningar, bara vinnuferð litla bróður. „Hvers vegna ferðu þangað, útskýrðu fyrir okkur,“ mælti Fredrich Merz leiðtogi kristilegra dómókrata í Bundestag. Af þessu tilefni birti tímaritið SternStjarnan meðfylgjandi mynd á forsíðu af litla bróður Olav Scholz með stóra bróður Joe Biden. Áfram Stóri Bróðir. Myndin segir allt sem segja þarf, ekki satt? „Heppinn Joe Biden ... Í deilum við Rússland og Kína höldum við áfram að fylgja USA. Ein Gluck, dass er Joe Biden gibt – im Konflick mit Russland und China können wir uns wieder die USA verlassen.

USA NICHT UNSEREN FREUND

Víðtæk og vaxandi mótmæli eru í Þýskalandi en auðvitað eru þau þögguð. Kollegar mínir virðast telja að með því að þegja og þagga sé óþægilegum sannleika bægt frá. Peter Bystr þingmaður AfD sem á sæti í utanríkisnefnd Bundestag segir stöðugt fleiri vísbendingar um að Bandaríkin hafi egnt Rússland í stríð. Samningar hafi nánast verið í höfn milli Rússlands og Úkraínu síðastliðið vor en Bandaríkin og Bretland hafi komið í veg fyrir friðarsamninga í Istanbul. Bystr segir að ef marka megi fréttir um Nord Stream séu Bandaríkin ekki vinir Þýskalands; nicht unseren freund sbr þetta viðtal. Á Evrópuþinginu hefur ítrekað verið krafist rannsóknar og bent á aðild Ameríkana og Norðmanna að Nord Stream.

Þingmaðurinn kveður Biden og Boris Johnson hafa komið í veg fyrir friðarsamninga í Istanbul í apríl 2022. Boris stormaði til Kænugarðs 9. apríl þegar friður virtist innan seilingar, sbr. mynd af viðræðum. Boris  lofaði fé og vopnum. Mogginn segir að Zelinskyi sé Churchill okkar tíðar. Zelinskyi bannar málfrelsi, bannar stjórnarandstöðu, bannar frjálsa fjölmiðla, ofsækir trúaða, fangelsar og drepur stjórnarandstæðinga. Níu dögum eftir að stríðið hófst var samningamaðurinn Denys Kireyev myrtur. Kireyev hafði talað fyrir friðarsamningum. Lík hans var skilið eftir á götu í Kænugarði öðrum til viðvörunar. Hvers á Churchill að gjalda? Hvenær opnast augu vina minna? ...

SPRENGING Í OHIO

Gríðarleg sprenging var í East Palestine Ohio 3. febrúar með skelfilegum afleiðingum svo var sem kjarnorkuský yfir bænum. Þessi atburður hefur ekki vakið mikla athygli, fremur en hryðjuverkið í Eystrasalti. Atburðinum hefur verið líkt við Chernobyl, skelfileg mengun með hroðalegum afleiðingum fyrir náttúru og heilsu fólks, margt er á huldu um orsakir. Joe Biden hefur ekki séð ástæðu til að heimsækja íbúa Ohio. Innviðir í Ameríku eru í niðurníðslu; flugvellir, járnbrautir, hafnir, innrás á suðurlandamærum USA glæpagengi smyglandi fetanyl sem árlega fellir 70.000 ungmenni ásamt yfirþyrmandi fátækt sem er viðhaldið í borgum demókrata. Árlega falla mun fleiri fyrir dópvæðingu Ameríku vegna opinna landamæra en tuttugu ára Víetnamstríði. Á sama tíma spreðar Biden yfir hundrað milljörðum dollara í stríðsrekstur í Úkraínu. Augu Ameríku eru að opnast, fólk áttar sig á að fátækt og kynþáttahyggja eru valdatæki demókrata. Ameríka er að sjá hvers kyns Biden er, Olav lýtur honum sem stóra bróður líkt og Stern bendir á; Þýskaland sér í gegn um Scholz.

Skildu eftir skilaboð