Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa berjast með skóflum

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Úkraínustríðið1 Comment

Breska varnarmálaráðuneytið heldur því fram á Twitter að rússneski herinn berjist með skóflum og 60 ára gömlum skriðdrekum. Breska ríkisútvarpið (BBC) fjallaði um málið í gær.

Rússneski herinn hefur náð fjölda þorpa á sitt vald undanfarnar vikur, auk saltnámubæjarins Soledar. Nú hafa þeir umkringt að því er talið (Telegram) 10-12 þúsund úkraínska hermenn og málaliða inni í borginni Artemovsk/Bakhmut. Barist hefur verið um borgina í nokkra mánuði með miklu mannfalli. Úkraínskir hershöfðingjar hafa viljað hörfa til að spara vopn og mannskap, en forsetinn Zelensky leyfir það ekki, vegna hættu á álitshnekki.

Þetta verður að teljast nokkuð vel af sér vikið hjá Rússum með þessum verkfærum gegn hátæknivopnum sem NATO hefur sent Úkraínuher.

Ráðuneytið gaf ekki frekari upplýsingar um hvar meintir skóflubardagar ættu að eiga sér stað.

Hvorki Fréttin né BBC hafa getað staðfest þessa frétt Breska varnarmálaráðuneytisins.

author avatar
Erna Ýr Öldudóttir

One Comment on “Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa berjast með skóflum”

Skildu eftir skilaboð