Fyrrum embættismaður Hvíta hússins lést í flugvél sökum ókyrrðar í lofti

frettinErlentLeave a Comment

Fyrrverandi embættismaður Hvíta hússins, Dana J. Hyde, lést í einkaþotu á leið til Washington DC eftir að vélin lenti í mikilli ókyrrð þegar hún flaug yfir Nýja England.

Hyde sem starfaði í Hvíta húsinu í forsetatíð Obama og Clinton var einnig þekktur lögmaður sem starfaði áður sem ráðgjafi í 9/11 nefndinni.

Hún var flutt í skyndi á sjúkrahúsið í Connecticut þar sem hún var úrskurðuð látin. Hún var 55 ára.

Hyde var á ferð með eiginmanni sínum, syni og tveimur öðrum áhafnarmeðlimum þegar beina þurfti vélinni í nauðlendingu á Bradley alþjóðaflugvellinum í Connecticut. Vélin var að gerðinni Bombardier Challenger 300.

Allir hinir fjórir farþegar komust lífs af og ekki var tilkynnt um nein meiðsli. Lögreglan í Connecticut sem vinnur að  rannsókn tilkynnti um andlát Hyde á mánudag.

Skildu eftir skilaboð