Sjötta janúar dramað í Bandaríkjunum: Lygar og falsað myndefni

Erna Ýr ÖldudóttirÁróður, Erlent, StjórnmálLeave a Comment

Í gærkvöldi sýndi Tucker Carlson hjá Fox News fyrri hlutann af umfjöllun með áður óbirtu myndefni frá mótmælunum í Capitol þinghúsinu í Washington D.C. í Bandaríkjunum, þann 6. janúar 2021. Það tók tvö ár að fá myndefnið afhent.

Myndefnið leiðir í ljós að öll frásögn fjölmiðla og stjórnmálamanna sem lagði atburðinn til grundvallar pólitískum ofsóknum gagnvart Donald Trump fv. Bandaríkjaforseta og fjölda bandarískra borgara var lygi.

Til að byrja með sýnir eftirlitsmyndband af tveimur lögregluþjónum rölta í róleguheitunum með hinum svokallaða „QAnon seiðkarli,“ Jacob Chansley, í gegnum Capitol bygginguna, og hjálpa honum að finna opnar dyr. Chansley, ber að ofan og málaður rauðri, hvítri og blárri andlitsmálningu, með hyrnda vísundahúfu, varð tákn 6. janúar ólátanna. Hann var dæmdur í 41 mánaða fangelsi fyrir „að hindra opinbera meðferð mála .“

Myndbandið af Chansley sýnir algert ósamræmi við lýsingu Demókrata á 6. janúar sem „uppreisn“. Lögreglan sést leiða Chansley inn í öldungadeild þingsins.

Lögreglan sýndi „uppreisnarleiðtoganum“ engan áhuga

Á leiðinni gengu allir þrír framhjá stórum hópi lögreglu í þinghúsinu, sem virðist áhugalaus um Chansley, þrátt fyrir áberandi búnað hans. Myndbandið sýnir einnig Chansley og fylgdarlið lögreglu nálgast ýmsar dyr að herberginu, og lögregluþjónn kannar hvort að dyr séu ólæstar. „Við töldum að minnsta kosti níu lögregluþjóna sem voru í snertingar fjarlægð frá Jacob Chansley, sem var óvopnaður“ sagði Carlson á mánudaginn. „Enginn þeirra reyndi einu sinni að hægja á honum.“

„Mér var sagt að QAnon seiðkarlinn hefði leitt uppreisn, en þess í stað var hann leiddur af lögreglu um allt þinghúsið. Það er ekki furða að öllu myndefninu skyldi hafa verið haldið frá okkur í 2 ár,“ tísti Donald Trump yngri. „Eins og alltaf var logið að okkur!“

Lognir eiðar og falsaðar upptökur

Carlson upplýsti einnig um að æsingamaðurinn Ray Epps, sem enn hefur ekki verið ákærður, þrátt fyrir að fjöldi friðsamlegra mótmælanda hafi verið það, hafi logið í eiðsvarnum vitnisburði sínum. Hann var notaður sem lykilvitni fyrir nefndinni. Sjötta janúar-nefndin laug líka að Josh Hawley, öldungadeildarþingmaður (R), væri huglaus, með falsaðri myndbandsklippu.

„Raunverulega myndbandsupptakan sýnir að Hawley var á meðal hóps þingmanna sem lögregluþjónar á Capitol Hill smöluðu út úr byggingunni með hraði. Í raun var Josh Hawley aftastur í hópnum. Hugleysismyndbandið var falsað - ein af mörgum lygum frá Sjötta janúar nefndinni.“

Enginn lést nema mótmælandi sem var myrtur af lögreglu

Einnig var upplýst um lygarnar varðandi andlát lögregluþjónsins Brian Sicknick.

„Sjötta janúar nefndin vissi vel að Brian Sicknick rölti í gegnum höfuðborgina eftir að hann var sagður hafa verið myrtur af stuðningsmönnum Trump. Þeir vita það vegna þess að þeir sáu upptökuna af því. Við getum verið viss vegna þess að myndefnið inniheldur rafrænt vatnsmerki sem er enn geymt í tölvukerfi Capitol,“ sagði Carlson.

Eina manneskjan sem var myrt var vopnlaus mótmælandi, Ashli Babbitt, sem virðist hafa verið skotin á færi af lögregluþjóninum Michael Byrd. Hann hefur ekki verið ákærður fyrir verknaðinn.

Ashli Babbitt.

Skildu eftir skilaboð