Forstjóri Heilsugæslunnar viðurkennir að hræðsluáróðri hafi verið beitt

frettinCOVID-19Leave a Comment

Fréttin er endurvakin í tilefni af umfjöllun breska blaðsins Daily Telegraph um hvernig breskir ráðamenn notuðu áróður í Covid faraldrinum til að „hræða líftóruna úr fólki“ til að fá það til að hlýða. Upphaflega birt 12. sept. 2022.

Athygli vakti í dag þegar Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins var í viðtali á Bylgjunni og viðurkenndi að hræðsluáróðri hafi verið beitt í Covid faraldrinum til að ná til fólks. Óskar sagði heilbrigðisþjónustuna hafa verið í því undanfarin ár að þjálfa fólk í því að öndunarfærasýkingar geti verið alvarlegar: „þið vitið þetta með Covid og fólk getur bara dáið og drepsóttir og allt þetta og svona soldið svona hræsluáróðri hafi verið beitt til að ná til fólks og það hefur gengið ákaflega vel,“ segir Óskar.

Þá segir Óskar jafnframt að staðan sé ekki þannig lengur, langflestar öndunarfærasýkingar séu saklausar og gangi yfir bara mjög fljótt, segir hann.

Reikna má með að hræðsluáróðurnum sem beitt var markvisst samkvæmt nýjustu upplýsingum forstjórans, hafi verið notaður til að ná sem flestum í Covid tilraunasprautur en eins og einhverjir eflaust muna, þá kom Óskar einnig fram í viðtali á Vísi þann 17. nóvember í fyrra til að vekja athygli á svokölluðum bólusetningarstrætó, en þar sagði Óskar orðrétt:

„Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hyggst notast við sérstakan strætisvagn í yfirstandandi bólusetningarátaki. Öllum ráðum skuli beitt til að veita fólki tækifæri til að komast í bólusetningu og ná til óbólusettra.“

Það hlýtur því að teljast nokkur tíðindi að forstjórinn viðurkenni þetta nú og spyrja má hvort siðareglur hafi verið brotnar með þessu athæfi Heilsugæslunnar sem heyrir undir Landlækni.

Klippu úr viðtalinu þar sem þetta kemur fram má hlusta á hér neðar.


Skildu eftir skilaboð