14 ára leikmaður HSV hneig niður á hliðarlínunni

frettinErlent, ÍþróttirLeave a Comment

14 ára leik­maður, Saido Bald­e, 14 ára leik­maður þýska liðsins HSV hneig niður í leik á þriðjudag gegn SV Eichede. Þýska miðillinn Bild greindi frá atvikinu.

Bald­e var að gera búa sig undir að koma inn á völlinn sem vara­maður þegar að hann hneig niður á hliðar­línunni. Leikmaðurinn er talinn mjög efni­legur og hefur verið að spila upp fyrir sig hjá HSV. Hafði hann spilað 15 leiki með HSV, skorað þrjú mörk og átt fjórar stoð­sendingar. Balde hefur verið orðaður við stór­lið á borð við Borussia Dort­mund, Ben­fi­ca og Paris Saint-Germain.

Hjúkrunarteymi liðsins tók strax að sinna honum og grunur var um að hann hafi fengið floga­kast. Baldevar síðan fluttur á há­skóla­sjúkra­húsið Epp­endorf þar sem hann dvaldi í tvær nætur.

Líðan Bald­e er eftir atvikum góð en HSV mun vilja að leik­maðurinn fari í  rann­sóknir áður en hann snýr aftur til að æfinga með liðinu.

Skildu eftir skilaboð