Efnaðir Kínverjar forðast svissneska banka eftir að Sviss kastaði hlutleysinu

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Fjármál, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Sviss gæti hafa tapað sinni dýrmætustu útflutningsvöru sem var hlutleysi í alþjóðamálum.

Hlutleysisstaða landsins bauð upp á bankastarfsemi sem naut mikils alþjóðlegs trausts. En nú er staðan breytt, og stjórnendur hjá stærstu bönkum Sviss segja að ríkir kínverskir viðskiptavinir hafi orðið mun meiri áhyggjur af því að leggja inn peninga í landinu vegna harkalegra refsiaðgerða sem Sviss tók þátt í gegn Rússlandi, greindi The Financial Times frá.

„Við vorum ekki einungis hissa, heldur líka hneykslaðir yfir því að Sviss skyldi víkja frá hlutlausri stöðu sinni,“ sagði stjórnarmaður sem hefur umsjón með bankastarfsemi í Asíu. „Ég er með tölfræðileg gögn sem sýna að bókstaflega hundruð viðskiptavina sem ætluðu að opna reikninga vilja það ekki núna.“

Átta milljarðar dollara í frysti

Um átta milljarðar dollara af rússnesku fé er nú fryst vegna svissneskra refsiaðgerða, samkvæmt ríkisskrifstofu efnahagsmála í Sviss. Háttsettir bankamenn frá sex stærstu bönkunum í Sviss sögðust hafa áhyggjur af samdrætti í hinni ábatasömu viðskiptagrein svissneskra bankaviðskipta og mikilvægri uppsprettu framtíðarvaxtar.

„Spurningunni um refsiaðgerðir hefur verið velt upp af viðskiptavinum,“ sagði einn bankastjóri. „Þeir spurðu hvort peningarnir þeirra væru öruggir hjá okkur.“

Skildu eftir skilaboð