Þrír eru særðir eftir hryðjuverkaárás í miðborg Tel Aviv. Þessu er greint frá á miðlinum 7 Israel national news. Einn er alvarlega særður eftir skotárásina og tveir til viðbótar voru fluttir á sjúkrahús og þurftu áfallahjálp.
Árásarmaðurinn var skotinn niður af lögreglu og öryggissveitum og er látinn.
Hinir særðu, sem eru taldir vera karlmenn á tvítugsaldri, hafa verið fluttir á Ichilov sjúkrahúsið þar sem læknar staðfestu síðar að þeir særðu væru ekki í lífshættu.
Ron Huldai, borgarstjóri Tel Aviv, segir að skotárásin sé hryðjuverkaárás og hvatti mótmælendur til að yfirgefa vettvanginn. Hryðjuverkamaðurinn er 23 ára gamall og er liðsmaður Hamas-hryðjuverkasamtakanna.
Frumrannsókn leiddi í ljós að hryðjuverkamaðurinn hafi komið inn á veitingastað og hafið skothríð á matargesti.
Magen David Adom sagði í yfirlýsingu: „Klukkan 20:40 barst tilkynning í 101 Neyðarlínuna á svæðinu, um tvo menn með skotsár nálægt kaffihúsi á Dizengoff Street og Ben Gurion Street í Tel Aviv samkvæmt fyrstu upplýsingum sem verða uppfærðar síðar.
Fyrsti bráðatæknir (MDS) sem kom á svæðið lýsir ástandinu svona: „Þegar ég kom á vettvang sá ég tvö fórnarlömb liggjandi á gangstéttinni, þar af eitt meðvitundarlaust. Ég veitti strax læknishjálp og við fengum tilkynningu um annað fórnarlamb í nálægu fyrirtæki. Fjöldi MDA-teyma komu fljótt á vettvang, og veittum við fórnarlömbunum þremur lífsnauðsynlega læknisaðstoð og fluttum þau fljótt á sjúkrahús, einn er í lífshættu, einn í alvarlegu ástandi og einn í vægu ástandi.“
Vitnið Lee Ben Ari, sem býr á Dizengoff götu og heyrði skotárásina, sagði: „Ég var heima þegar ég heyrði fjölda byssuskota og fór strax niður. Það voru mikil læti og ég sá fólk hlaupa í allar áttir. Óbreyttur borgari sem var með fullri meðvitund, blæddi vegna skotsárs á handlegg, og ég veitti strax meðferð til að stöðva blæðinguna. Augnabliki síðar kom mikill fjöldi bráðateyma á vettvang og hann var fluttur með sjúkrabíl, segir vitnið.