Vöruskömmtun í Bretlandi en allsnægtir í Rússlandi

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Úkraínustríðið1 Comment

Eru refsiaðgerðir Vesturlanda að virka til að eyðileggja lífið í Rússlandi? Breskir stórmarkaðir skammta egg og grænmeti, á meðan hillur í Rússlandi svigna undan ferskum matvælum, skrifaði Sue Reid fyrir breska blaðið The Daily Mail, 6. mars sl.

Myndirnar í umfjöllun Reid voru teknar í Perm, rússneskri borg í Úralfjöllum, með íbúafjölda á við Birmingham. Forsíðumyndin með tómum hillum er tekin í ASDA-matvöruverslun í Bristol.

Myndirnar benda til þess að hinar margrómuðu refsiaðgerðir Vesturlanda gegn Rússlandi, sem settar voru til að refsa Pútín forseta fyrir innrásina í Úkraínu, bitni ekki á Rússum en mögulega á Vesturlöndum sjálfum.

Matvöruverslun í Perm í Rússlandi.

Þetta sé aldeilis viðsnúningur frá því fyrir 40 árum, þegar við horfðum á ömurlegar myndir af Rússum undir stjórn kommúnista, sem stóðu í biðröð eftir mat eins og brauði og eggjum.

Nú sé röðin komin að Bretlandi að þjást. Stórmarkaðir skammti tómata, gúrkur, papriku og kál, þar sem breskir bændur glíma við hærri orkukostnað við gróðurhúsarækt á veturna. Mjúka ávexti, þar á meðal hindber, sé líka erfitt að finna í verslunum.

One Comment on “Vöruskömmtun í Bretlandi en allsnægtir í Rússlandi”

  1. Brexit. Skorturinn er vegna Brexit.

    Enda er enginn vöruskortur á meginlandi Evrópu.

Skildu eftir skilaboð