Hagsmunasamtök heimilanna – Niðurstöður aðalfundar 2023

frettinInnlendarLeave a Comment

Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna sendi frá sér svohljóðandi ályktun:

Hagsmunasamtök heimilanna hafa frá því að heimsfaraldur barst til Íslands í mars 2020 beint ítrekuðum aðvörunum til stjórnvalda við þeim efnahagsþrengingum sem framundan væru og skorað á stjórnvöld að verja heimilin fyrir afleiðingum þeirra. Þessum aðvörunum var í fyrstu svarað af fálæti og fullyrt að slíkar áhyggjur væru ástæðulausar, en ef þær myndu raungerast yrði brugðist við því. Nú þegar allt hefur farið á versta veg eins og við sáum fyrir, hafa einu viðbrögð stjórnvalda verið í skötulíki og af þeim orsökum hefur ófremdarástand skapast fyrir heimili landsins.

Hagsmunasamtök heimilanna lýsa yfir þungum áhyggjum af því að nú virðist eina ferðina enn eiga að fórna heimilunum á altari fjármagnsins. Í kjölfar stórfelldra hækkana á húsnæðisverði og verðbólgu sem mælist í hæstu hæðum dynja nú í ofanálag sífelldar vaxtahækkanir á skuldsettum heimilum. Við fordæmum aðgerðir stjórnvalda og seðlabanka sem gera lítið annað en að kynda undir bálinu, sem og aðgerðaleysi þeirra við að verja heimilin fyrir afleiðingum ástandsins sem hefur skapast á þeirra vakt. Við skorum á stjórnvöld að taka í taumana með raunhæfum aðgerðum og tryggja að engin heimili þurfi að missa húsnæði sitt af ástæðum sem þau bera enga ábyrgð á.

Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna 2023 var haldinn 23. febrúar síðastliðinn. Á fundinum var kosin ný stjórn sem hefur nú skipt með sér verkum og er skipuð þannig:

  • Ásthildur Lóa Þórsdóttir formaður

  • Guðmundur Ásgeirsson varaformaður

  • Sigríður Örlygsdóttir gjaldkeri

  • Guðrún Harðardóttir ritari

  • Guðmundur Hrafn Arngrímsson meðstjórnandi

Varamenn:

  • Hafþór Ólafsson

  • Stefán Viðar Egilsson

  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir

  • Björn Kristján Arnarson

  • Ragnar Unnarsson

Hagsmunasamtök heimilanna

Skildu eftir skilaboð