28 ára gamall rappari hneig niður á sviðinu og lést

frettinErlent, Tónlist2 Comments

Suður-afr­íski rapp­ar­inn Costa Tsobanoglou, eða Costa Titch, lést skyndi­lega á sviðinu á tónleikum á tón­list­a­hátíðinni Ultra South Africa í út­hverfinu Nasrec í Jó­hann­es­ar­borg. Hann var 28 ára og dánarorsök er ókunn, en lög­regl­an vinnur að rannsókn málsins.

Mynd­bönd á sam­fé­lags­miðlum sýna rapp­ar­ann með hljóðnem­ann í hendi þegar hann dettur niður. Hann hélt áfram að syngja en hneig aft­ur niður og féll niður af sviðinu. Aðrir lista­menn hátíðar­inn­ar komu hon­um til aðstoðar og báru hann í burtu.

Hér má sjá atvikið:

2 Comments on “28 ára gamall rappari hneig niður á sviðinu og lést”

  1. Fyrir utan hið augljósa er kemur að orsök þá er þessi aðdragandi furðulegur og væri áhugavert að fá álit læknis á því. Dettur, heldur áfram eins og ekkert hafi gerst, dettur aftur, spriklar, látinn. Eins og hann hafi verið skotinn með deyfingarpílu, sem er auðvitað ekki ástæðan.

Skildu eftir skilaboð