Er stríðið í Úkraínu „proxýstríð“?

frettinMyndband, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Í almennri umræðu þykir það umdeilt hvort stríðið í Úkraínu sé „proxýstríð“, en það er aldrei nefnt í meginstraumsfjölmiðlum þrátt fyrir að þetta sé mjög vel þekkt. Háttsettir ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sagt ótal sinnum að þeir séu í „proxýstríði“ í Úkraínu í þeim tilgangi að veikja Rússland. „Proxýstríð“ (e. proxy war) mætti þýða sem staðgengilsstríð.

Tjörvi Schiöth sagnfræðingur segir frá því á facebook að hann hafi sett saman stutt myndband með íslenskum texta sem sýnir einmitt myndbrot af nokkrum háttsettum bandarískum ráðamönnum þar sem þeir viðurkenna að þeir séu að heyja „proxýstríð“ í Úkraínu gegn Rússlandi.

„Þetta eru hlutir sem þið fáið ekki að sjá á RÚV eða í meginstraumsfjölmiðlum. Eða í umfjöllunum lluga Jökulssonar, Egils Helgasonar og svoleiðis blaðamanna um þetta stríð,“ skrifar Tjörvi, og gefur til kynna að þetta sé fyrsta innleggið í myndbandsröð sem hann ætli sér framleiða um þetta efni.

Hann segir það óþolandi hvað fréttaumfjöllun um þetta stríð sé einhliða og það væru svo mikið af vel þekktum og augljósum staðreyndum sem einfaldlega er sleppt úr fréttaflutningi.

Þetta er svokallað "censorship by omission" (eða „ritskoðun með því að sleppa úr“), bætir hann við og segist telja mikilvægt að almenningur sé upplýstur um það sem er raunverulega að gerast í heiminum.

Hér má sjá myndbandið sem er líklega aðeins það fyrsta í röðinni. Tjörvi segir á facebook að næsta myndband verði um Nord Stream gasleiðsluna.

Skildu eftir skilaboð