Fyrrum KR-ingurinn Mia Gunter látin

frettinAndlát, ÍþróttirLeave a Comment

Fótboltakonan Mia Gunter, sem lék hér á landi í Bestu deild kvenna KR sumarið 2018, lést þann 5. mars síðastliðinn 28 ára gömul. Þetta kemur fram á Fótbolti.net

Gunter spilaði alls 18 leiki með KR í deild og bikar og skoraði í þrjú mörk. Hún tryggði liðinu sigra gegn Selfossi og Þór/KA sem hjálpuðu KR-liðinu að halda sér uppi það sumarið.

„Hún elskaði fótboltaupplifun sína þar og alla þá mögnuðu útivist sem Ísland bauð upp á," er á meðal þess sem kemur fram í minningargrein um Gunter í kanadíska miðlinum Edmonton Journal.  „Mia myndaði djúp vináttubönd um allan heim við meðlimi allra félaga sem hún spilaði fyrir. Það var þannig manneskja og liðsfélagi sem hún var.“

Gunter spilaði líka í Danmörku á atvinnumannaferli sínum, en fyrir þann tíma var hún í háskólaboltanum í Bandaríkjunum og Kanada. Eftir að spila hér á landi fór hún til Bretlands þar sem hún lærði lögfræði og var verðlaunuð fyrir góðan námsárangur. Hún útskrifaðist nýverið úr laganámi í York háskólanum á Bretlandi.

Minningarathöfn um Gunter verður haldin í heimabæ hennar, Edmonton í Kanada, á morgun. Dánarorsök hefur ekki verið gefin upp.

Skildu eftir skilaboð