Undirbúa Bandaríkjamenn nýja innrás í Mexíkó?

frettinArnar Sverrisson, ErlentLeave a Comment

Eftir Arnar Sverrisson:

Forseti Mexíkó, Andrés Manel López Obrador, fylgir sömu stefnu og flestar ríkisstjórnir í veröldinni. Við virðum landamæri annarra ríkja og tökum ekki þátt í viðskiptabanni á Rússa, segir hann. Ríkisstjórn hans virðir einnig sjálfsákvörðunarrétt annarra þjóða og sjálfstæði.

Þetta fer óumræðilega í taugarnar á stríðshaukunum í Bandaríkjunum. Þeir vilja setja löggjöf, er heimili innrás í Mexíkó. Átyllan er smygl á fíkniefnum, sem allir vita, að Leyniþjónustan (CIA) sjálf hefur stundað frá Suður-Ameríku og Afganistan.

Ætli Bandaríkjamenn séu að ásælast þann mikilvæga málm, litín (lithium)? Kínverjar hafa verið stórtækir við vinnslu málmsins í Mexíkó. Í Suður-Ameríku er drjúgan helming þess málms að finna. Monroe-kreddan (Monroe doctrine), þ.e. að öll Ameríkuálfan sé áhrifasvæði Bandaríkjanna, virðist í fullu gildi.

Í síðasta stríði Bandaríkjamanna við granna sína í suðri, var átyllan árás á bandarískt herskip í Havana

Meðan bandarískir stjórnmálamenn sveifla stríðöxunum og reka upp heróp, ætlar almenningur í landi þeirra enn að mótmæla þann 18. mars gegn stríðinu í Úkraínu. Það er óvæntur fjöldi samtaka, sem þátt tekur. Ólíkt hafast mennirnir að (konur að sjálfsögðu meðtaldar).

Forseti hinna hugprúðu og frjálsu biður þingið um 886 milljarða (billion) dala til stríðsrekstrar á næsta ári. Það kynni að duga, enda þótt Mexíkó bætist á listann. Varnarmálaráðherra hans og fyrrverandi stjórnarmaður í stríðstólafyrirtækinu, Raytheon, hefur gaukað 30 milljörðum (billion) dala að fyrirtækinu síðustu tvö árin.

Um svipað leyti og friðargöngur verða í Washington hafa áhugamenn um frið og þróun í Vestur-Asíu mælt sér mót í Rússlandi, og taka þátt í halda ráðstefnu um efnið.

Erkifjendur friðmælast

Það er sem sé eitt og annað jákvætt að frétta af alþjóðamálum. Erkifjendurnir Íranir og Sádí Arabar hafa friðmælst fyrir tilstilli Kínverja. Vonandi sjá Jemenar þá loksins til sólar, en þjóðina hafa Sádar sprengt sundur og saman með dyggum stuðningi Bandaríkjamanna. Íslendingar hafa ekki boðið nokkrum flóttamanni frá Jemen landvist. Heldur ekki hundum og köttum þaðan.

Það eru einnig stórtíðindi, að Rússum verður líklega ágengt í miðlun og friðarumleitunum milli Tyrkja og Sýrlendinga. Hins vegar hafa Vesturveldin þráfaldlega hleypt upp friðarsamningum Úkraínumanna og Rússa.

Bandaríski herinn fær í nógu að snúast, ef Bandaríkjamenn virða ekki ”hin rauðu strik” Rússa um hergögn og þjálfun hermanna, ráðast á Kínverja og bæta svo Mexíkó á listann.

Því má við bæta, að teikn sjást um, að bankakerfi Bandaríkjamanna sé að aftur niðurlotum komið. Þingið hefur tekið bleðlana frá Seðlabankanum ótæpilega að láni. Seðlaprentarinn er á yfirsnúningi og skuldir hrannast upp. Samtímis fúlsa æ fleiri þjóðir við dölunum þeirra. Ætli það auki enn stríðsviljann?

Fleiri tilvísanir með greininni er að finna hér.

Skildu eftir skilaboð