Tucker Carlson segir helstu fjölmiðla þjóna þeim sem stjórna heiminum

frettinFjölmiðlar, ViðtalLeave a Comment

Fox News þáttastjórnandinn Tucker Carlson var gestur í hlaðvarpsþættinum Fullsend þar sem hann segist meðal annars sjá eftir því að hafa starfað hjá meginstraumsfjölmiðlum.

Carlson segir frá því hvernig hann hafi alist upp í fjölmiðlaheiminum vegna ferils föður síns. „Ég hef eytt öllu lífi mínu í fjölmiðlum. Faðir minn var í fjölmiðlum. Það er stór hluti af þessari opinberun minni, sem hefur breytt lífi mínu,“ útskýrði Carlson.

Fjölmiðlar eru hluti af stjórntækinu

„.. ég hef eytt öllu mínu lífi í þessum heimi og svo horfir maður í kringum sig og hugsar allt í einu „ó vá“, ekki eru það bara fjölmiðlarnar sem eru hluti af vandanum, heldur eyddi ég mestu af mínu lífi í að vera hluti af þessum vanda,“ sagði Carlson.

Carlson segist iðrast margs á ferlinum. „Ég sé sérstaklega eftir því að hafa varið Íraksstríðið og að hafa ekki verið meira efins um hin ýmsu mál. Eins sagðist hann sjá eftir því að hafa uppnefnt fólk þegar hann hefði í raunn átt að hlusta á það.

„Of lengi tók ég þátt þessari menningu þar sem ég var eins og hinir sem halda að hver sá sem hugsar út fyrir fyrirfram ákveðnr línur væri brjálaður...„þú ert  samsæriskenningasmiður“ og ég sé bara mjög eftir því. Ég skammast mín fyrir að hafa gert það,“ sagði Carlson.

Carlson lagði áherslu á að hann skammist sín fyrir að hafa ekki séð það fyrr að fjölmiðlr væru hluti af stjórntækinu og fullyrti að tilgangur fjölmiðla væri ekki að upplýsa áhorfendur sína. „Það er ekki hlutverk þeirra að upplýsa ykkur. Þeir eru að vinna fyrir litla hópa af fólki sem raunverulega stjórnar heiminum,“ sagði hann.

„Meginstraumsmiðlar eru að þjóna þessum litlu hópum. Og við ættum að koma fram við þá með hámarksfyrirlitningu. Vegna þess að þeir hafa unnið sér það inn."

Hér má sjá brot úr þættinum:

Skildu eftir skilaboð