Bandaríkjastjórn ákærir karlmann fyrir „grínmyndaglæp“ og vísar til Ku Klux Klan laga

frettinDómsmál, ErlentLeave a Comment

Demókratar sem núna halda forsetaembættinu í Bandaríkjunum hafa ákært mann um þrítugt, Douglass Mackey, fyrir að hafa birt grín- og ádeilumyndir "jarm" (á ensku: "meme") á Twitter fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2016.

Mackey notaði reikning undir nafninu Ricky Vaughn og þar póstaði hans ýmsum ádeilu og grínmyndum sem fóru fyrir brjóstið á demókrötum. Twitterreikningur Ricky Vaughn hafði þúsundir fylgjenda og talið hefur verið að áhrif hans í forsetakosningunum, þegar Donald Trump hafði sigur, hafi verið það mikil að hann væri meðal 150 mestu áhrifavaldanna fyrir kosningarnar.

Þegar demókratar höfðu náði völdum eftir forsetakosningarnar 2020 kom í ljós að þeir höfðu ekki gleymt eða fyrirgefið hlutdeild Douglass Mackey í ósigri demókrata í forsetakosningunum 2016.

Dómsmálaráðuneyti Joe Biden, undir stjórn demókratans Merrick Garland, ákvað að fara á eftir Mackey og ákærði hann fyrir birtingu myndanna og segja háttsemina glæp sem falli undir lög frá 1870 og kölluð eru Ku Klux lög og taka til líkamlegs ofbeldis og hótana.

Þingmaður vísar til réttinda í stjórnarskrá og vill málið fellt niður

Í gær ritaði Marjorie Taylor Greene þingmaður repúblikana bréf til dómsmálaráðherra Bandaríkjanna þar sem hún fer fram á að málið verði fellt niður og ráðherrann segi af sér áður en hann með óréttlæti sínu eyðileggi líf fleiri Bandaríkjamanna.

Greene birtir bréfið á Twitter reikningi sínum auk þess sem hún segir:

Pólitísk saksókn gegn Douglass Mackey ætti að hræða hvern einasta Bandaríkjamann. „Glæpur" hans? Jarm-birtingar.

Merrick Garland og félagar hans hjá DOJ [Dómsmálaráðuneytinu] eru að ákæra Mackey fyrir hluta af enforcement Act frá 1870, öðru nafni Ku Klux Klan lögunum, sem greinilega er ætlað að refsa fyrir líkamlegt ofbeldi og hótanir sem notaðar eru til að koma í veg fyrir að fólk nýti réttindi sín eins og lýst er í stjórnarskrá.

Hvers vegna er dómsmálaráðuneytið (DOJ) að sveigja þessi lög og til að láta þau eiga við um tjáningarfrelsi einstaklinga með óæskilegar stjórnmálaskoðanir?

Við höfum séð einstaklinga ákærða fyrir afbrot fyrir að hindra réttvísina 6. janúar 2021, þrátt fyrir að mörg tilvik séu ofbeldislausir mótmælendur að nýta stjórnarskrárbundinn rétt sinn til að koma saman, en neðar er varla hægt að fara.

Herra Mackey var ekki viðriðinn neins konar uppþot eða mótmæli, heldur birti hann einfaldlega fyndnar myndir á samfélagsmiðlum sem DOJ líkaði ekki við.

Dómsmálaráðherra Joe Biden er ákveðinn í því að refsigera „rangar upplýsingar“, lagalega óskilgreint hugtak, til að koma í veg fyrir málfrelsi í Ameríku.

Ákærur herra Mackey verða að  verða felldar niður og Merrick Garland ætti að segja af sér eða verða ákærður [leystur frá embætti]."

Twitterfærlsa Marjorie Taylor Greene:


Og hér má heyra í þáttastjórnandum Tucker Carlson varðandi málið:

Skildu eftir skilaboð