Lance Reddick úr þáttunum The Wire látinn

frettinAndlátLeave a Comment

Leikarinn Lance Reddick, þekkt­ast­ur fyr­ir leik sinn í sjón­varpsþátt­unum "The Wire" er lát­inn 60 ára að aldri.

Sam­kvæmt miðlinum TMZ fannst lík Reddick á heim­ili hans í Los Ang­eles klukk­an 9:30 í morg­un. Dánar­or­sök hefur ekki verið gefin upp, en lög­regla seg­ir að útlit sé fyrir að dauði hans hafi verið „af nátt­úru­leg­um völd­um“.

Reddick fór með hlut­verk lög­reglu­manns­ins Cedrick Daniels í "The Wire" en ný­lega lék hann ásamt Ke­anu Reeves í fjórðu mynd­inni í kvik­myndaröðinni um "John Wick".

Þá lék hann minni hlutverk í þátttaröðum á borð við Oz, Lost, Law & Order: Special Victims Unit og The Blacklist ásamt því að vera í aðalhlutverki í þáttaröðunum Fringe og Bosch.

Skildu eftir skilaboð