Írar mótmæla enn

frettinErlent, Ingibjörg GísladóttirLeave a Comment

Í janúar á þessu ári birti Fréttin frétt um að Írar hefðu mótmælt stefnu írskra stjórnvalda um opin landamæri frá því nóvember á síðasta ári og yfirvöld hefðu sent út þau skilaboð á Twitter til hælisleitenda að þeir væru of margir og húsnæði ekki í boði, þeir myndu lenda á götunni. Í febrúar kallaði svo forsætisráðherrann, Leo Varadkar (sem er reyndar einn af Davosliðum) eftir betri landamæragæslu Evrópusambandsins; hælisleitendur séu velkomnir til Írlands en „Við ættum að ákveða hverjir koma til lands okkar, ekki glæpagengin" er haft eftir honum. Hann kallar einnig eftir því að þeir sem hefur verið hafnað um hæli verði sendir úr landi.

Efnahagsþrengingar

Í september í fyrra birtust niðurstöður könnunar þar sem sagði að meira en ein milljón Íra ætti í vandræðum með að láta enda ná saman, fjórir af hverjum fimm hefðu minna milli handanna en fyrir ári, meira en einn þriðji spari við sig í mat og tveir af hverjum fimm gætu ekki borgað óvæntan reikning upp á 1.000 evrur. Þeir sem voru 65 ára og eldri voru í bestri stöðu en barnafólk, landsbyggðarbúar og konur reyndust hafa mestar áhyggjur. Því þarf það ekki að koma á óvart að mæður séu mjög áberandi í mótmælum gegn stjórnvöldum. Í lok janúar á þessu ári eftir að fréttir bárust út að tvítugri konu hefði verið nauðgað eftir að hún steig út úr leigubíl í Fingas, Dublin, þá mætti hópur kvenna á lögreglustöð hverfisins og krafðist þess að fá að tala við kvenlögregluþjón og viðra áhyggjur sínar af of mörgum hælisleitendum á svæðinu en enginn kom til að tala við þær.

Óæskilegir innflytjendur

Tvö morðmál urðu til þess á síðasta ári að áhyggjur manna vöknuðu um að yfirvöld sinntu ekki vel því hlutverki að vernda almenning og leyfðu óæskilegum mönnum að dvelja í landinu.

Fyrst var það morðið á Ashling Murphy, 23 ára kennara sem ráðist var á er hún var að skokka um hábjartan dag í Tullamore hinn 13 janúar. Jozef Puska, 31 árs náungi frá Slóvakíu er lifði á 200 evrum á viku er grunaður um verknaðinn. Í apríl komu svo Sligo morðin þar sem Yousef Palani er grunaður um að hafa myrt tvo homma, Aidan Moffitt, 41 og Michael Snee, 58 með hrottafengnum (íslömskum) hætti og sært einn til viðbótar. Paula Fagan, hjá LGBT samtökum Írlands kallaði eftir víðtækari haturslöggjöf, en hvort það myndi fá heittrúaða múslima til að hætta að taka mark á hadíðum sínum virðist ósennilegt mjög.

Mótmælendur fordæmdir

Írskir stjórnmálamenn virðast almennt sammála um að fordæma mótmælin og stimpla mótmælendur sem öfgahægrisinnaða rasista og þrátt fyrir að nýleg könnun sýni að 56% Íra telji að of margir hælisleitendur hafi komið á síðasta ári. Þá hefur jafnvel forseti landsins blandað sér í málið og sagt það ófyrirgefanlegt að menn séu að „magna upp ótta" vegna þess hvar hælisleitendastöðvarnar séu staðsettar (í miðjum íbúahverfum, oft nálægt skólum) og að vinna þurfi gegn mótmælendunum.

Fjölmiðlamenn virðast flestir á sömu línu og yfirvöld, líka Írinn Colin Gannon sem skrifaði grein í Guardian hinn 21 mars. Hann hefur greinina á því að segja að orðræða öfgahægrisins og aðferðir séu fluttar inn í heild frá Bretlandi. Greinarhöfundur viðurkennir að naumur meirihluti (56%) Íra telji að of margir hælisleitendur hafi komið á síðasta ári, nú séu þeir 74.000, þar af 49.227 frá Úkraínu en hafi aðeins verið 7.500 fyrir ári, að Írar séu enn reiðir yfirvöldum fyrir að hafa bjargað bönkunum en ekki almenningi í Hruninu, nú hafi óvild gegn hælisleitendum brotist út í miðri skelfilegri húsnæðiskreppu sem sé gerð verri með niðurskurði á almannaþjónustu og stöðnun launa, að hælisleitendakerfið sé komið að þolmörkum, að fólk kvarti einkum undan því að ungir karlar á herskyldualdri komi, menn sem yfirvöld viti hvorki haus né sporð á. Hann segir að öfgahægrið ali á ótta fólks með falsfréttum um glæpi. Það tali um „Írland fyrst," vilji að innfæddir hafi forgang að húsnæði, hafi fyrirlitningu á hinni glóbalísku elítu og NGO hjálparsamtökum, og ræði jafnvel um að til standi að skipta um þjóð í landinu.

Honum finnst það kaldhæðnislegt að írskir þjóðernissinnar sem hafi áður tekið sér stöðu með öðrum smáþjóðum og gegn heimsvaldastefnu styðji nú hópa öfgamanna sem dreymi um hreinan kynstofn eða um að endurvekja breska heimsveldið. Þetta eru undarleg skrif; ef til vill er mönnum ætlað að lesa milli línanna. Hann minnist einnig á að hægriöfga aktívistar hafi boðið Tommy Robinson velkominn til landsins í febrúar.

Ný heimildamynd

Tommy kom vissulega og hefur lokið við heimildarmynd um heimsóknina. Heitir hún Plantation 2 - Rise of the Celts. Hann segist í upphafi myndarinnar hafa vilja skoða áhrifin af stefnunni um opin landamæri - hvernig fólki líði. Hann minnist á að írskir stjórnmálamenn geti gengið í 9.88 milljarða evra sjóð ESB sem ætlaður sé til þjónustu við farandfólk.

Áhersla er lögð á að tala við konur, margar þeirra vilja ekki sjást í mynd. Fyrst er farið til Killarney en þar plöntuðu yfirvöld 3,500 hælisleitendum frá ýmsum löndum í 10,600 manna bæ. Konurnar þar segjast ekki fara út einar, þær séu hræddar og áhyggjufullar, þessir karlar séu árásargjarnir og hættulegir og ekki frá Úkraínu, eins og þeim hafi verið sagt. Konur segja frá því að árásir karlanna séu þaggaðar niður og vitað sé að tveim ungum körlum hafi verið hópnauðgað; ekki einu sinni þeir séu öruggir. Sagt er að yfirvöld hafi ekki hugmynd um hvaða menn þetta séu, 61% þeirra sem komu á 12 mánaða tímabili höfðu losað sig við öll skilríki er þeir lentu í Dyflini segir írska ríkisútvarpið. Þar segir að hælisleitendurnir komi oft í fylgd umsjónarmanns sem sjái þeim fyrir fölsuðum skilríkjum til að skrá sig inn í flug en taki þau svo gjarnan af þeim og segi þeim að fara í vegabréfaeftirlit án skilríkja. Tuttugu prósent hælisumsækjenda á síðasta ári, eða 2710, komu frá Georgíu, sem írsk yfirvöld skilgreini sem öruggt land en samt var tekið við umsóknum þeirra.

Tommy tekur viðtal við unga konu sem kemur fram í mynd. Hún segir að maðurinn sem þóttist vera leigubílstjóri og nauðgaði sér tímunum saman hafi nauðgað annarri konu á Írlandi og hann hafi áður verið dæmdur fyrir nauðganir í Austurríki og Frakklandi. Lögreglan skoði ekki fortíð þeirra sem hleypt sé inn í landið. Hún segist eiga einhverfan son, sem ekki hafi fengið greiningu. Í heimildarmyndinni kemur fram að 83,000 fötluð börn fái ekki þjónustu, 95 útigangsmenn hafi dáið á síðasta ári, 1,300 deyi sökum þess að enga lækna er að fá en stjórnvöld hafi samt haft efni á að borga 5 milljónir evra til að fá gæludýr Úkraínumanna til landsins.

Hann les upp listann yfir þá sem komu í janúar. Þar voru nær engir Úkraínumenn en einhleypir karlar frá fjölmörgum löndum. Tommy segir að Græninginn Roderic Gorman sem er ráðherra aðlögunarmála hafi hreinlega auglýst eftir umsóknum um hæli á fimm tungumálum og lofað mönnum að þeir fengju allt frítt og lykil að húsnæði innan fjögurra mánaða. Það mun hafa verið fyrir flóðbylgju síðasta árs svo hann gæti hafa misreiknað sig - og þó - í upphafi þessa árs talaði hann um að Írland myndi einnig þurfa að taka á móti loftslagsflóttamönnum og stöðugt fleiri hælisleitendum með hverju ári.

Hann segir frá Anatol Botnari, 23, frá Moldavíu sem var handtekinn fyrir kynferðislega árás á táningsstúlku í Dyflini. Fyrir dómstól tókst ekki að finna út hvar hann bjó en honum var samt sleppt og sagt að skila inn rúmenska vegabréfinu sem hann sagðist nota og sagðist hafa skilið eftir í einhverju húsi. Honum var sagt að tilkynna sig til lögreglu daglega og tilkynna um heimilisfang innan 48 stunda. Hvort það gekk eftir fylgir ekki fréttinni en hann var alténd frjáls til að ráðast á aðra stúlku.

Tommy segir m.a. frá lagafrumvarpi um að banna mótmæli nærri dvalarstöðum hælisleitenda, það gengur svo langt að banna mönnum að „tjá skoðun sína". innan 200 metra frá dvalarstað þeirra, en óvíst er að þau dygðu til því menn hafa ýmiss ráð. Mótmælendur hafa komið í veg fyrir að rútur með hælisleitendur kæmust á áfangastað (rútur eru tæpast heimili) og nýlega stöðvuðu mótmælendur umferð frá Dyflinarflugvelli með því að standa á miðjum veginum með skilti og hrópa „Ekkert vegabréf, engin koma" og „Okkar götur" á meðan umferðarteppa myndaðist.

Undir lok myndarinnar er talað við tvær herskáar konur sem ætla ekki að sitja og þegja heldur berjast við yfirvöld barna sinna vegna. Þær segja að stjórnmálamennirnir hafi valið að auðgast í stað þess að þjóna fólkinu; þeir vinni að framgöngu hagsmunamála ESB og Sameinuðu þjóðanna. Sama sagan víða; og víða mótmælt þótt meginstraumsmiðlar segi takmarkað frá.

Írlendingar höfnuðu aðild að ESB 2008 en var sagt að kjósa aftur. Við förum hins vegar „rúllupylsuleiðina". Líkt og Írar höfum við tekið við miklum fjölda fólks sem fæddur hefur verið erlendis og það hefur gengið tiltölulega vel hingað til á báðum stöðum. Í nóvember sögðu Írar hinsvegar að það væri komið nóg af útlendingum og götumótmæli hófust víðs vegar um landið. Hvar liggja þolmörk okkar?

Skildu eftir skilaboð