Markaðsvirði Fox lækkaði um einn milljarð dollara eftir brotthvarf Tucker Carlson

frettinErlent, Fjölmiðlar1 Comment

Markaðsvirði sjónvarpsstöðvarinnar Fox lækkaði um einn milljarð dollara á hlutabréfamörkuðum í dag, aðeins mínútum eftir að fréttir bárust af því að einn vinsælasti þáttastjórnandi Bandaríkjanna, Tucker Carlson, hafi hætt störfum hjá fyrirtækinu.

Hlutabréf Fox, sem á Fox News auk afþreyinga-og íþróttastöðva, féllu um meira en 5% eftir að Fox tilkynnti að Carlson væri að yfirgefa fyrirtækið. Tilkynningin var óvænt og virtist koma hluthöfum á óvart.

Þessi mikla verðmætarýrnum endurspeglar þá miklu umferð sem hinn 53 ára gamli þáttastjórnandi skapaði fyrirtækinu. Fox tilkynnti nýlega að á fyrsta ársfjórðungi 2023 hafi þátturinn Tucker Carlson Tonight verið vinsælasti sjónvarpsþátturinn hjá aldurshópnum 25-54 ára, með að meðaltali 3,2 milljónir áhorfenda.

Fox News greiddi nýlega kosningafyrirtækinu Dominion Voting Systems (DVS) rúmlega 787 milljónir dollara í bætur vegna meiðyrða fyrir að fullyrða um kosningasvik í forsetakosningunum 2020. Virðisrýrnun Fox eftir hlutabréfalækkun dagsins er því meiri en skaðabæturnar sem fyrirtækið þurfti að greiða DVS.

Washington Examiner.

One Comment on “Markaðsvirði Fox lækkaði um einn milljarð dollara eftir brotthvarf Tucker Carlson”

Skildu eftir skilaboð