Kínverska Yuanið tekur fram úr Bandaríkjadollar í fyrsta sinn í sögunni

frettinViðskiptiLeave a Comment

Kínverska Yuanið (CNY) tók í dag í fyrsta skipti í sögunni fram úr Bandaríkjadal sem mest notaði gjaldmiðill í fjármagnsviðskiptum yfir landamæri í Kína.

Þetta sýna opinber gögn sem endurspegla tilraunir Kínverja til að alþjóðavæða notkun Yuansins.

Fjármagnsviðskipti yfir landamæri með kínverskt yuan hækkuðu í 549,9 milljarða dala í mars frá 434,5 milljörðum dala frá fyrri mánuði, samkvæmt útreikningi Reuters sem byggir á gögnum frá gjaldeyriseftirliti ríkisins.

Yuanið var notað í 48,4% allra fjármagnsviðskipta yfir landamæri, samkvæmt útreikningum Reuters, en hlutur dollarans lækkaði í 46,7% úr 48,6% frá fyrri mánuði.

Skildu eftir skilaboð