Wall Street þvingar fyrirtæki til að taka upp Woke-stefnu

frettinErlent, Fjármál, Woke1 Comment

Fyrrverandi framkvæmdastjóri bjórframleiðandans Anheuser-Busch, Anson Frericks, fullyrðir að helstu fjárfestingafélög heims séu að þrýsta Woke hugmyndafræðinni inn á þau fyrirtæki sem félögin fjárfesta í. Þannig hafi þeir komið af stað illindum eins og geisa þessa dagana í kringum Bud Light bjórinn og stórverslunina Target.

Transkona auglýsir Bud Light

Stríðið varð til þess að Bud Light er ekki lengur mesti seldi bjórinn í Bandaríkjunum, eins og hann var í áraraðir áður en framleiðandinn fékk til sín transkonuna og áhrifavaldinn, Dylan Mulvaney, til að auglýsa bjórinn.

Fjöldi neytenda tók sig saman og sniðgekk bæði Bud Light og Target sem tók að selja mikið af „transvarningi“ í verslunum sínum og tapaði gríðarlegum viðskiptum í kjölfarið. (Þess má þó geta að Dylan Mulvaney sem um daginn var transkona hefur nú ákveðið að vera lesbía sem vonast til að verða ólétt eftir aðra konu).

Útstilling í Target

Frericks, sem er einn stofnanda fjárfestingafélagsins Strive Asset Management og var áður framkvæmdastjóri hjá Anheuser-Busch, fullyrti þetta í viðtali í vikunni við fréttastöðina Fox News. „Þið verðið bara að elta peningana. Sjáið BlackRock, State Street, Vanguard - þeir stjórna fjármunum að andvirði 20 billjónum dollara,“ sagði hann. Fjárhæðinn samsvarar 2.820.000.000.000.000 íslenskum krónum og er 750 sinnum verg landsframleiðsla á Íslandi árið 2022 (3.766.415.000.000 kr.).

Frericks sagði að mikið af þeim peningum sem fagfjárfestar sýsla með komi frá stórum lífeyrissjóðum eins og þeim í Kaliforníu, sem ýta woke-hugmyndafræðinni að fjárfestunum.

„Fjárfestingafélögin State Street, BlackRock, Vanguard verða að skuldbinda sig við ESG stefnuna (UFS); fjölbreytni, jöfnuð, jafnrétti allra kynja, og taka á sig víðtækar skuldbindingar í þessu sambandi sem þeir síðan þvinga öll helstu fyrirtæki Bandaríkjanna til að taka upp,“ sagði Frericks.

Lesa meira í Daily Mail.

One Comment on “Wall Street þvingar fyrirtæki til að taka upp Woke-stefnu”

Skildu eftir skilaboð