The Wall: Ofsóknir á hendur Roger Waters

frettinFræga fólkið, Hallur HallssonLeave a Comment

Eftir Hall Halsson:

Roger Waters er einn merkasti músikant 20. aldar, bassaleikari og leiðtogi Pink FloydThe Wall, 1979 er eitt af höfuðverkum rokkaldar 20. aldar, ádeila á fasisma. Nærfellt hálf milljón hlýddu á flutning The Wall í Berlín eftir fall múrsins alræmda þegar kommúnismi hrundi. Waters kom fram í leðurjakka sem minnti á einræðisherra Chile, Gustavo Pinochet. Waters hefur gert svo um áratuga skeið.  All in all you‘re just another brick in the wall ... We don‘t need no education ... We don‘t need no thought control. Waters sá á undan okkur hinum lævísi ríkisuppeldis og ríkismenntunar sem myndi leiða til helsis tortýmingar frelsis.

Lögregluríkið ræskir sig

Þýzk stjórnvöld freistuðu nýlega að banna Roger Waters að flytja The Wall í Frankfurt. Þau tengdu Waters við nazisma! Þýzka  lögreglan tók Rogers til rannsóknar eftir tónleika í Berlín. Það þurfti dómstóla til að hnekkja banni yfirvalda. Kjánar blanda saman. Nú er reynt að banna tónleika Waters í Manchester. Poppgoðinu er brugðið. Lögregluríkið ræskir sig. Trúið ekki BBC, Daily Mail og Guardian, segir Waters; allir þessir miðlar eru lygaveitur, ljúga öllu. Lesið, lesið lesið og gjörið hið rétta hefur  Waters eftir móður sinni. Meira að segja jafn ágætur maður eins og Einar Kárason fullur hneykslunar sakaði Waters um að vera laumu-fasista. Ekki vantar að Einar Kárason einn fremsti rithöfundur okkar lesi, lesi og lesi en hann horfir á RÚV sem öllu lýgur alla daga. Þar bregst Einari. Hér rekur Waters atburði liðinna vikna.

Skildu eftir skilaboð