Helgi Seljan öruggur í augum lögreglu

frettinInnlent, Páll Vilhjálmsson4 Comments

Eftir Pál Vilhjálmsson:

Helgi Seljan hefur hvorki verið yfirheyrður sem vitni né sakborningur í byrlunar- og símastuldsmálinu þar sem Páli skipstjóra Steingrímssyni var byrlað og síma hans stolið.

Helgi var i reglulegum samskiptum við andlega veika eiginkonu Páls skipstjóra, sem verður ákærð fyrir að byrla þáverandi eiginmanni sinum, stela síma hans og afhenda blaðamönnum til afritunar. Þegar konan var nauðungarvistuð á sjúkrastofnun, hún þótti hættuleg sjálfri sér og öðrum, krafðist hún þess að Helgi Seljan yrði látinn vita.

Þegar Páli var byrlað, 3. maí 2021, var Helgi fréttamaður á Kveik undir ritstjórn Þóru Arnórsdóttur. Vikurnar áður hafði Helgi látið lítið á sér bera, eftir að hafa fengið áfellisdóm um alvarlegt brot siðareglum RÚV í tengslum við Namibíumálið.

Í apríl keypti Þóra Samsung-síma sem notaður var til að afrita síma Páls skipstjóra þegar hann kom til RÚV 4. maí. Einhver sá um samskiptin við eiginkonu skipstjórans í aðdraganda byrlunar. Það þurfti að komast að því hvernig símtæki hann notaði, hvenær hann yrði gerður óvígur og hvernig ætti að koma koma símanum á Efstaleiti.

Hver er skýringin að Helgi hefur ekki verið kallaður til yfirheyrslu, hvorki sem vitni né sakborningur?

Fyrsta fyrirköllun blaðamanna RSK-miðla (RÚV, Stundin og Kjarninn) var um miðjan febrúar 2022. Þórður Snær Júlíusson, Arnar Þór Ingólfsson, Aðalsteinn Kjartansson og Þóra Arnórsdóttir voru boðuð í yfirheyrslu og fengu stöðu sakborninga. Síðar fékk Ingi Freyr Vilhjálmsson stöðu sakbornings.

Sakborningar fá, samkvæmt lögum, skýringar hvers vegna þeir eru kallaðir til yfirheyrslu. Þau fjögur sem boðuð voru til lögreglu í febrúar 2022 var gefið að sök að hafa misfarið með upplýsingar úr síma skipstjórans; brot á friðhelgi og stafrænt kynferðisofbeldi.

Lögreglan var með upplýsingar um aðkomu blaðamanna að skipulagningu tilræðisins gegn skipstjóranum. En þær upplýsingar voru í slitrum, skráð símtöl en ókunnugt innihald. Síðan hafa bæst við upplýsingar sem renna frekari stoðum undir þátt blaðamanna í aðdraganda tilræðisins, t.d. að Samsung-síminn var keyptur fyrir byrlun. Á Efstaleiti var vitneskja um að skipstjórinn yrði gerður ósjálfbjarga til að stela mætti síma hans, afrita og skila tilbaka án þess að hann yrði þess var.

Lögreglan boðaði Helga ekki til yfirheyrslu þar sem hún vildi ekki leggja fram efnisatriði málsins er auðvelduðu blaðamönnum að samræma frásögn sína.

Helgi Seljan fær boðun þegar rannsókn er komin á lokastig, rétt fyrir ákærur.

4 Comments on “Helgi Seljan öruggur í augum lögreglu”

  1. Kjölturakki Samherja er hér enn og aftur að vinna fyrir sporslu sinni. Aldrei minnist hann á glæpi Samherja, nei vælir um skáldaða útgáfu af sannleikanum og reynir að fegra hlut húsbónda síns með öllum mæti. Njóttu silfurpeningana á meðan þú svíkur þjóð þína Páll Vilhjálmsson

  2. Einar Viðarsson, þú ert að blanda allt öðru máli saman við það sem Páll Vilhjálmsson er að fjalla um, Páll Vilhjálmsson er EKKI að verja eða dæma eða fjalla um Samherjamálið. Byrlunarmálið er allt annað mál sem snýr að skipstjóranum Páli Steimgrímssyni, það er ljóst að það er lögreglurannsókn í gangi gagnvart þessum stjörnublaðamönnum og þeirra gjörðum gagnvart Páli.

  3. Ari, þú fellur í sömu gryfju og Páll, hleypur til og reynir að fría Samherja. Sú staðreynd að manneskjan sem tók símann hafi ekki verið heil á geði gerir blaðamenn ekki að sakborningum, þau gögn sem síminn geymdi sýnir annað um Samherja. Þið kjósið allir að skauta framhjá því og einblína á leikrit set upp af Samherja

  4. Nei Einar, ég er EKKERT að verja Samherja og myndi ekki gera það frekar enn að verja öll hin útgerðarfélögin.

    Það sem þú virðist ekki skilja er að lögreglan er að rannsaka árás á Pál Steingrímsson skipstjóra sem er allt annað mál enn Samherjamálið sem þú virðist hafa þráhyggju til að blanda saman með þessu máli.

    Samkvæmt lögreglurannsókn virðist vera nokkuð ljást að þessir stjörnublaðamenn hafi nýtt sér veikindi fyrrverandi konu hans til að fremja þennan verknað, þetta eru viðbjóðsleg vinnubrögð og þessu blaðamönnum til skammar!

Skildu eftir skilaboð