Söngkonan Madonna fannst meðvitundarlaus sl. laugardag og var flutt í skyndi á sjúkrahús í New York, segir miðillin Page Six.
Við höfum fregnir af því að Madonna hafi verið í öndunarvél í eina nótt en sé nú með meðvitund og á batavegi. Dóttir hennar Lourdes Leon hefur verið við hlið hennar allan tímann, segir í fréttinni.
Guy Oseary, umboðsmaður Madonnu, sagði á Instagram á miðvikudag að Madonna hefði fengið alvarlega bakteríusýkingu sem leiddi til nokkurra daga dvalar á gjörgæsludeild.
Hún er nú laus úr gjörgæslu, sagði Oseary í færslu sinni en „að hún væri enn undir læknishjálp og búist væri við fullum bata.“
Madonna átti að hefja tónleikaferð 15. júlí nk. en Oseary sagði að búið væri að fresta tónleikum hennar þar til nánari fregnir lægju fyrir.
BREAKING: Madonna postpones tour after stay in intensive carehttps://t.co/4KbBGsqltR
— Sky News (@SkyNews) June 28, 2023
One Comment on “Madonna fannst meðvitundarlaus og var flutt í skyndi á sjúkrahús”
Æ æ.. aumingja ríka fræga fólkið. Allir allt i einu voða veikir…