Biden forseti ávarpaði Volodymyr Selenskí, forseta Úkraínu, sem „Vladimir“ á ræðu sem hann hélt á miðvikudag. Biden virðist rugla honum saman við rússneska forsetann og erkióvin Vladimir Pútín.
Nýjasta klúður hins 80 ára gamla forseta, vakti athygli í ummælum hans á árlegum leiðtogafundi NATO í Vilníus í Litháen.
„Vladimir og ég … ég ætti kannski ekki að vera svona persónulegur, sagði Biden á blaðamannafundi, sem virtist átta sig rétt eftir klúðrið og ávarpaði forsetann þá sem herra Selenskí.
Selenskí virtist ekki sérlega ánægður með þennan rugling hjá Biden, atvikið má sjá hér neðar.