Tim Ballard vinnur með Mel Gibson að heimildarmynd um barnaníðingshring í Úkraínu

frettinKvikmyndir, Margrét Friðriksdóttir, ViðtalLeave a Comment

Fréttin.is spurði Sound of Freedom hetjuna og leyniþjónustumanninn Tim Ballard, sem bjargað hefur þúsundum barna frá kynlífsánauð, hvort hann hafi heyrt af barnaníðs og mansalsmálum í Úkraínu?

„Já reyndar kemur bráðlega út heimildarmynd sem Mel Gibson og Tony Robbins framleiða. Við fórum til í Úkraínu í fyrra og þar tókum við upp efni sem snýr að munaðarlausum börnum, sem eru fórnarlömb stríðs“, segir Ballard.

Ballard segir að leyniþjónustan hafi uppgötvað barnaníðinganet sem eru tengd stjórnmálasamtökum í Hollandi, og hafa verið í felum. Þetta eru þekktir barnaníðingar sem hafa verið handteknir fyrir fjölda glæpa gegn börnum.

„Barnaníðingarnir földu sig svo Suður-Ameríku og við fórum á eftir þeim og fundum leiðtoga þeirra í Mexíkó.“

Þeir voru síðar handteknir og höfuðpaurinn fundum við svo í Ekvador, þar hann var að koma sér upp barnakynlífshóteli.  Litlir strákar voru misnotaðir þar hrottalega. „Þetta er sennilega ein mikilvægasta aðgerð sem ég hef tekið þátt í og stærri en Sound of Freedom aðgeðin,“ segir Ballard.

Um er að ræða fjögurra hluta heimildarþáttaröð sem heitir The Hidden War og fjallar um kynlífsþrælkun nútímans, og kemur út á næstu mánuðum.

Kvikmyndin Sound of Freedom er sýnd um þessar mundir í Sambíóunum.:

Skildu eftir skilaboð