Dr. Pierre Kory segir „trúða“ hafa stjórnað aðgerðum og almenningur blekktur

frettinHeilbrigðismál, Innlent, VísindiLeave a Comment

Bandaríski læknirinn Dr. Pierre Kory var ræðumaður á Málþingi sem haldið var á Grand hótel í vikunni.

Pierre er meðstofnandi FLCCC (flccc.net) og er vafalaust einn af þeim læknum sem bjargað hefur hvað flestum mannslífum í faraldrinum, hann er stundum nefndur guðfaðir nóbelsverðlaunalyfsins Ivermectin.

Dr. Kory er sérfræðingur í gjörgæslulækningum, lungna- og lyflækningum, höfundur fjölda vísindagreina og kennslubóka í læknisfræði.

„Ormalyf fyrir hesta og belju“ áróðurinn

Lyfjastofnun Bandaríkjanna, tvítaði um að fólk ætti að varast nóbelsverðlaunalyfið og fleytti fram þeim ósannindum að lyfið væri einungis ormalyf fyrir beljur og hesta.  Sóttvarnarstofnunin (CDC) fylgdi svo í kjölfarið, og sagði að ofskömmtun Ivermectin gæti verið mjög skaðleg, þrátt fyrir að aukaverkanir séu mjög sjaldgæfar. Samkvæmt rannsóknum er meiri hætta af aukaverkunum af aspirín og panodil en Ivermectin, sem hefur verið notað á yfir fjóra milljarða manna, með frábærum árangri síðan 1987. Lyfið er fjölverkandi, unnið úr jarðveg náttúrunnar og hefur bjargað milljónum mannslífa.

Meginstraumsmiðlarnir voru engu að síður mjög virkir í þessum áróðri, og greinir læknirinn frá því að þetta hafi allt verið skipulagt af þeim sem að höfðu hagnað af covid spautuefnunum. Þar á bak við eru gríðarleg peningaöfl, sem að ráða yfir ríkisstjórnum og lyfjaiðnaðinum, segir Kory.

Það muna eflaust margir eftir því að gerður var sérstakur þáttur í boði Gísla Marteins á RÚV, þar sem Berglind Festival var fengin til að gera grín að þeim sem að mæltu með lyfinu, og fór hún m.a. í hesthús til að taka viðtal við hesta, og spurði þá um virkni lyfsins. Ritstjóri Fréttarinnar afþakkaði viðtal við Berglindi fyrir gerð þessa þáttar, því það blasti við að ætti að gera grín og niðurlægja þá sem höfðu talað jákvætt um lyfið. Þjóðin hló svo með og kölluðu gagnrýnisraddir álhatta, samsæriskenningarfólk, anti-vax hatursfólk o.sfrv.

Gísli Marteinn gerði heilan þátt til að gera grín af Nóbelsverðlaunalyfinu Ivermectin, með Berglindi Festival í fararbroddi.

Breyttu rannsókn á Remdesivir og neituðu að birta rannsóknir sem sýndu Ivermectin í jákvæðu ljósi

„Þegar kom að lyfinu Remdesivir þá trítlaði Faucci út úr forsetaskrifstofunni með Trump og áður en nokkur læknir í öllu landinu hafði séð gögnin, þá er hann byrjaður að lofsyngja árangur lyfsins og segir það vera byltingarkennt.  Munið þið eftir því?  Byltingarkennt.   Nú átti það að liggja ljóst fyrir að Remdesivir átti að bjarga lífi okkar allra,“ segir Kory. 

En þetta var léleg rannsókn og einnig í þessu tilfelli breyttu þeir markmiðinu í miðri rannsókn á lyfinu!  Ég er bara að sýna ykkur lítil atriði til að þið getið tengt punktana og séð í gegnum blekkinguna.  En það er augljóst að niðurstöður sem lyfjarisarnir vilja að þú sjáir rata beint í fréttirnar.  Við aftur á móti notum niðurstöður rannsókna en í þessu tilfelli þá hafa þeir ekki ennþá birt niðurstöðurnar!

Svo að auk þess að birta falsaðar rannsóknir þá tóku þeir sig til og kerfisbundið neituðu þeir að birta rannsóknir sem sýndu Ivermectin í jákvæðu ljósi auk þess að fjarlægja þær sem fyrir voru,“ segir Dr. Kory.

Verklag sem gerir lyfjaiðnaðinum kleift að stunda spillingu, svik og leyndarhyggju

Á ráðstefnunni greindi Kory frá kafla í bók sinni The war on Ivermectin, kaflinn heitir Ritskoðunar-Mafían.

Í kaflanum er greint frá verklagi sem gerir lyfjaiðnaðinum kleift að stunda spillingu, svik og leyndarhyggju, sem kostað hefur milljónir lífa.  Kory segir frá því að svokölluð helgirit læknavísindanna, þ.e. New England Journal of Medicine, The Journal of the American Medical Association, The British Medical Journal og The Lancet, hafi öll fengið sent til sín minnisblað frá háttsettum mönnum sem hafa gríðarleg ítök inn í lyfjaiðnaðinn, og nefnir þar milljarðamæringana Klaus Schwab og Bill Gates. Kory segir að ritstjórn tímaritana hafi samstillt sig eftir skipun sem kom á minnisblaðinu, og frá mönnum sem hafa enga vísindaþekkingu eða menntun.

„Ég var í samskiptum við marga af þessum vísindamönnum (sem talað höfðu jákvætt um Ivermectin) og þeir voru allir að segja að enginn vildi birta rannsóknir þeirra.  Hvernig stendur á að enginn vildi birta jákvæðar rannsóknir á Ivermectin? “

Dr. Kory segir augljóst að þessi öfl vildu ekki að almenningur vissi að virkni Ivermectin.  Þeir gerðu allt sem þeir gátu til þess að fá fólk til þess að forðast lyfið. 

Rannsóknir voru fjarlægðar kerfisbundið

Þau okkar sem höfðu náð því að fá rannsóknir okkar ritrýndar og birtar tókum eftir því að þær voru fjarlægðar hver á eftir annarri.  Mín ritgerð var ein af þessum rannsóknum.

Eina rannsóknina átti kollegi minn, Tesh Laurie, heimskunnur vísindamaður sem hafði unnið fyrir WHO, NHS og NICE í áratugi, en hennar rannsóknir, sem höfðu verið ritrýndar og birtar, þær voru einnig fjarlægðar. 

„Þeir voru einfaldlega að reyna að hvítþvo allt vísindasamfélagið af sönnunum um virkni Ivermectin.“

Dr. Kory segir frá því að fullt af ritstjórnargreinum, hafi fengið sömu meðferð.  Þeir náðu meira að segja einum samstarfsmanni mínum, sem vann fyrir WHO og UNITAID, þeir náðu til hans og fengu hann til að draga ritgerð sína til baka en hún innihélt niðurstöður úr 24 slembi samanburðarrannsóknum, sem sýndu háa tölfræðilega marktækni í að draga úr dauðsföllum, sjúkrahúss-innlögnum, og tímanum sem það tók að losna við veiruna og tímann sem það tók að ná sér að fullu.

„Þeir bjuggu til þá sögu um að ein rannsóknin rannsóknin væri fölsuð og það varð til þess að Andy dró sína eigin grein til baka. Hvað gerðum við (Test?)?  Við fjarlægðum þessa einu rannsókn og endurreiknuðum tölfræðina og niðurstaðan var á endanum sú sama.  Við breyttum engu í okkar gögnum.“

Frá fyrirlestrinum á Grand hótel.

Skilgreindi aldrei hvað þýddi að vera „mögulega fölsuð“

„Samstarfsmaðurinn dró rannsókn sína til baka og gerði svo nokkuð sem minnti á fimm ára krakka sem er að betla vasapening, en hann tók sönnunargrunnin, sem var verulega tölfræðilega marktækur og fjarlægði svo rannsóknir sem hann kallaði „Mögulega falsaðar“.  Hann skilgreindi aldrei hvað það þýddi að vera „mögulega fölsuð“ heldur fjarlægði þær bara.  Svo fjarlægði hann þær sem þóttu líklegar til að til að vera hlutdrægar, en hlutdrægni er með skilgreiningu, en gott og vel, það er ekki viðmiðið að fjarlægja rannsóknir sem þykja líklega til að vera hlutdrægar, það á að birta þær allar, en svo gekk hann enn lengra og fjarlægði einnig greinar sem gætu þótt „varasamar“.

„Á endanum stóð ekkert eftir nema örfáar tilraunir sem sýndu engan marktækan árangur og gat þar með sagt að notkun Ivermectin ber ekki árangur.“

Dr. Kory segir að WHO hafi farið óhefðbundnar og óvísindalegar leiðir, og þetta sé einn af glæpum aldarinnar.

Dr. Kory, birti áróðursgrein úr tímaritinu Rollings stones, gegn Ivermectin, sem var uppspuni frá rótum.

Fundu upp alls kyns afsakanir til þess að birta ekki rannsóknirnar

„Þess má geta að allar rannsóknir sem þeim voru sendar, uppfylltu þau skilyrði sem sett voru til þeirra, en þegar þær bárust fundu þeir upp alls kyns afsakanir til þess að birta þær ekki.  Þeir tóku semsagt þennan stóra sönnunargrundvöll, sigtuðu það niður í örfáar tilraunir en fundu samt, jafnvel eftir að hafa reynt að skera burt allar þessar tilraunir, þá fundu þeir samt, og þarna sést svolítið stórfenglegt.  Eftir allt þetta sást samt 81 prósent fækkun dauðsfalla, sem var tölfræðilega marktækt“. 

Þetta er í þeirra eigin skjölum og þeirra eigin leiðbeiningum svo ég spyr ykkur í salnum:  Ef þið vissuð af lyfi sem eykur lífslíkur um 81 prósent og búið væri að sýna fram á það í sjö mismunandi rannsóknum, mynduð þið mæla með því,“ spyr læknirinn?

Dr. Kory, segist stundum grínast með að hann sér fyrir sér mann sem liggur andvana á sjúkrahúsi, fárveikur af Covid og læknirinn kemur til hans og segir:  Ég sé þú átt erfitt með að anda Hr. Brown, en, ég veit ekki, ég er hérna með pillu.  Hún er algerlega örugg og hefur verið notuð í áratugi.  Það eru 81 prósent líkur á að hún muni bjarga lífi þínu, en því miður, sönnunargöngin eru ófullnægjandi.

Sjúklingurinn lítur á lækninn og segir:  Það hljómar eins og slæm hugmynd.  Ég myndi bara vilja fá svoleiðis ef ég væri í slembuðum samanburðarrannsóknum,.

„Algerlega vitskert veröld, erum við sammála um það,“ bætir Kory við.

Stóru fjölmiðlarnir og samfélagsmiðlar partur af ritskoðuninni

Dr. Kory segir: „Skoðum svo stóru fjölmiðlana, Trusted News Intitiative (Samtök Traustverðra fjölmiðla) og ef þið vitið ekki hverjir það eru, þá skammist ykkar.  Trusted News Initiative er bókstaflega heimspressan, eða fréttaveitur um allan heim sem vinna saman að því að stýra því hvaða upplýsingar rata til ykkar því þau telja að frjálst og óheft upplýsingaflæði sé hættulegt ykkur sjálfum og öðrum.  Þið gætuð fengið óæskilegar hugmyndir sem við viljum ekki að þið fáið.   Það er fljótlega lýsing á Trusted News Initiative.

Samfélagsmiðlar taka þátt í þessu, Youtube, Google, en þau bönnuðu umræður um virkni þessara lyfja sem reynd voru í byrjun faraldursins.  Allt var þetta styrkt með peningum sem komu frá okkar eigin ríkisstjórnum sem voru að borga fjölmiðlum til að draga línuna um hvað þætti gott og hvað þætti slæmt.   Þess vegna létu allir bólusetja sig, ykkur var sagt að það væri það besta fyrir ykkur og þess vegna forðuðust allir Ivermectin því ykkur var sagt að það væri slæmt fyrir ykkur.  Allt var þetta áróður sem var fjármagnaður af okkar eigin ríkisstjórnum.“ 

YouTube bannaði alla gagnrýni á covid aðgerðir og „bóluefni.“

Og í raun eru þetta ekki ríkisstjórnir okkar heldur eru þetta bókstaflega samsteypur sem stjórna ráðamönnum okkar.  Jafnvel Bill Gates, „þessi mikli mannvinur,“ gefur mikið magn af peningum til fréttaveitna sem hafa það að markmiði að græða peninga og þið getið kannski spurt hann af hverju. 

Allt sem þið heyrðuð um Ivermektín, var áróður búin til af trúðum og almenningur beit á agnið. Við munum öll eftir áróðrinum um ormalyf fyrir hesta, það var herferð sem var sett í gang til að fá ykkur til að trúa að lyfið virkaði ekki og þið mynduð ekki sækjast eftir því.

Dr. Kory var gestur Frosta Logasonar á Brotkast þar sem hann fer vel fyrir málið og klippu úr fyrirlestri læknisins á málþinginu má sjá hér neðar, og fyrirlesturinn í heild sinni má sjá hér.


Skildu eftir skilaboð