Liðsmenn Hamas á Íslandi

frettinBjörn Bjarnason, Innlent10 Comments

Björn Bjarnason skrifar:

Það eykur enn á dapurleg örlög Palestínumanna að eiga svo ömurlega talsmenn í lýðfrjálsum löndum þar sem auðvelt er að sannreyna blekkingariðjuna og falsið.

Þeir sem hér ganga fram fyrir skjöldu til að bera blak af hryllingsverkum hryðjuverkamanna Hamas í byggðum Ísraela nálægt Gaza-svæðinu fyrir tæpri viku ættu að skýra hvers vegna engir nema harðstjórarnir í Íran fagna blóðbaðinu. Hvað veldur því að arabar hvarvetna í Mið-Austurlöndum rísa ekki til átaka við Ísraela og til stuðnings Hamas? Hvers vegna harðlæsa Egyptar landamærum sínum við Gaza?

Vinstrisinnar víða um lönd efna til mótmæla til stuðnings Hamas og hryðjuverkum þeirra og hér er fjöldamorðunum fagnað af þeim sem telja sig tala í nafni Palestínumanna.

Heimastjórn Palestínumanna (e. Palistine Authority, PA) á Vesturbakka Jórdanár fer sér hins vegar hægt í stuðningi sínum við Hamas. Meira að segja hatursmennir í Hezbollah sem halda úti eigin ríki og her við norðurlandamæri Ísraels sýna Hamas aðeins stuðning til málamynda.

Þeir sem taka gagnrýnislaust upp hanskann fyrir morðsveitir Hamas og segjast gera það í nafni Palestínumanna fara einfaldlega með rangt mál. Ágreiningurinn meðal Palestínumanna blasir við öllum sem vilja kynna sér hann.

Heimastjórnarmennirnir á Vesturbankanum hafa skömm á Hamas. Þar ræður Fatah-flokkurinn sem er afhelgaður stjórnmálaflokkur en Hamas er íslömsk öfgahreyfing súnni-múslima sem nýtur stuðnings sjíta-öfgamannanna í Íran vegna þess að báðar öfgahreyfingarnar hafa á stefnuskrá sinni að gjöreyða Ísrael og reka þá Ísraela sem þeim tekst ekki að drepa á haf út.

Heimastjórnarmennirnir og Hamas eru einnig keppinautar um völd. Á Vesturbakkanum hafa Palestínumenn ekki þorað að efna til kosninga af ótta við að íslamistar nái þá undirtökunum eins og Hamas tókst á Gaza árið 2007 þegar þeir hröktu heimastjórnarmenn þaðan.

Vesturbakkamenn líta grimmdarstefnu Hamas illu auga og þeim er ekki í mun að auka ítök Írana í samfélagi sínu. Súnnítar í Sádi-Arabíu leggja stjórnendum Vesturbakkans til fjárstuðning. Vesturbakkamenn hafa í áranna rás farið hörðum orðum gegn spillingar- og ofríkisstjórn Hamas á Gaza.

Egyptar líta þannig á að opni þeir landamæri sín gagnvart Gaza kalli þeir yfir sig hættu vegna stefnu Hamas sem eigi rætur í hugmyndafræði Bræðralags múslíma sem var gert útlægt í Egyptalandi árið 2013.

Allt þetta sýnir að unnt er að styðja málstað Palestínumanna án þess að fagna morðæði vígamanna Hamas. Vafalaust má afsaka einhverja sem taka upp hanskann fyrir Hamas með vísan til þess að þeir viti ekki betur, þeir haldi að með fagnaðarlátum sínum séu þeir að leggja öllum Palestínumönnum lið.

Afsökun vegna fávisku getur hins vegar ekki átt við um þá forystumenn fyrir málstað Palestínumanna hér á landi sem nú ganga fram fyrir skjöldu og lýsa stuðningi við illvirkjana. Þeir hljóta að vita betur. Hatrið á gyðingum og Ísrael sviptir þá hins vegar allri dómgreind.

Það eykur enn á dapurleg örlög Palestínumanna að eiga svo ömurlega talsmenn í lýðfrjálsum löndum þar sem auðvelt er að sannreyna blekkingariðjuna og falsið.

10 Comments on “Liðsmenn Hamas á Íslandi”

  1. Hatur vinstri-klikkhausana á Gyðingum er slíkt að þeir fagna fjöldamorðum Hamas í Ísrael. Og þeir telja morðin ´réttlætanleg´, hljómar eins og Adolf Hitler.

  2. Ég ætla nú að taka það fram að ég hef algjöra andúð á þessum Hamas rottum!

    Enn Björn Bjarnason hvað gengur þér til að halda því fram að Hamas samtökin eigi sér stuðningsmenn á Íslandi!
    Í stað þess að vera með hálfkveðna vísu skalt þú upplýsa okkur um þá aðila sem þú ert að tala um!

    Að öðru leiti er þessi pistill þinn innihaldslaus nánast að öllu eins og nánast allt sem hefur komið frá þér.

  3. Brynjólfur. Hvaða fjöldamorð? Ég hef ekki séð neinar sannanir fyrir fjöldamorðum. Ég hef reyndar séð ansi sannfærandi myndir af fjöldamorðum Ísraela á Palestínumönnum. Palestínumenn eru undir svo ströngu eftirliti að þeir geta ekki hóstað án þess að ísraelar viti af því.
    Talandi um vinstri klikkhausa, þá vil ég nú mynna þig og Bjarna á að sjálfstæðismenn sökuðu gyðinga um að fjármagna kommúnista á tímum seinna stríðs. Vinstri klikkhausar væru ekki til nema fyrir hægri klikkhausa. Báðir ala á hatri gagnvart hinum. Flokkakerfi er versta kerfi sem hugsast getur. Aðeins frímúrarar græða á því, enda stjórna þeir þeim öllum. Ég gruna ykkur báða um að vera frímúrara. Frímúrarar eru Zíonistar og Ísrael ber fána Zíonista.

  4. Trumpet, engin fjöldamorð framin af Hamas! Þvílík afneitun. En við hverju er að búast frá manni sem lýsir Gyðingum sem ´skepnum´ í ummælum við grein Ernu.

  5. Brynjólfur. Þú notar smjörklípu taktík. Þú sakar mig um eitthvað sem ekki er hægt að hrekja nema með mikilli vinnu. Þú kemur ekki með nein mótrök. Þetta er taktík sem kommúnistar notuðu á hægri menn, en þar sem hægri menn eru orðnir jafn siðblindir og vinstri menn, er ekki við öðru að búast.
    Ég hef ekki séð betri sannanir frá Zíonistum í covid en í þessu sakamáli enda sömu kumpánar á bak við bæði, samkvæmt mínum ransóknum.

  6. Ég hef verið að leita að þessum svokölluðu ummælum en finn ekki. Ég kalla þig lygara ef þú getur ekki sannað þessar ásakanir þínar. Ég kalla ofstækis hópa ýmsum nöfnum, það er árás á hugmyndafræði en ekki einstaklinga. Hægri og vinstri menn eru t.d. dæmi um ofstækis hópa sem ég áskil mér rétt til að kalla ýmsum nöfnum. Samt var ég í þeirra hópi.

  7. Ari. Ég held að Björn muni sanna það að pistillinn hans sé innihaldslaus með því að hunsa þig. Hann er típískur stjórnmálamaður, með áratuga reynslu í blekkingum. Var meira að segja, sennilega, à launum frá þér sjálfum við það.

  8. Trumpet, það er eflaust rétt hjá þér að hann Björn nýtti sér skattpeningana mína í eigin þágu eins og annara í landinu á sínum tíma, enn eitt er á hreinu að hann sat aldrei frekar enn nokkur annar þingmaður í mínu umboði, ég hef aldei kosið í flokkakosningu og mun aldrei gera, þannig að ég ber einga ábyrgð á sauðnum.

  9. Ari. Gott hjá þér. Það er eins og ég segi að kjósa flokka er ekkert annað en að samþykkja að frímúrarar/ zíonistar stjórni lífi mans. Og ef þú gagnrýnir þá hefurðu bara smá rödd í einhverjum afkimum internetsins.

  10. Allir meginstraums miðlarnir eru búnir að taka út commenta kerfið sitt. Það eitt ætti að segja nóg. En nei, skólakerfið og tölfuvæðingin eru búin að þjálfa upp dróna sem láta aðra hugsa fyrir sig, og þá yfirleitt þá sem bera ekki hag þeirra fyrir brjósti

Skildu eftir skilaboð